fimmtudagur, desember 04, 2003

Vá ég er sennilega síðust með fréttirnar en ég er sko farin að hlakka til F1 vertíðarinnar 2005 útaf þessu :
Tekið af mbl.is

Montoya heldur ekki vöku fyrir Coulthard

Menn myndu sennilega fyrirgefa David Coulthard ef í ljós kæmi að hann væri með Juan Pablo Montoya á heilanum þar sem sá síðarnefndi hefur ráðið sig til að keppa fyrir McLaren 2005. Coulthard segir hins vegar ekki missa neinn svefn yfir því.
„Ég hugsa ekkert út í það," sagði Coulthard er hann kom til Valencia á Spáni til að sinna bílprófunum fyrir McLaren og var spurður hvort ráðningin valdi honum áhyggjum og heilabrotum.

„Ég mun sinna tilraunaakstri með liðinu í vikunni og það er það eina sem kemst að í kollinum. Ég hef verk að vinna og mun einbeita mér 100% að því," sagði Coulthard einnig

Tilvitnun lýkur.

Það eina sem gæti skemmt þetta væri ef Mc laren heldur ekki í Raikonen en að hafa Montoya og hann saman í líði draumur í dós þá þarf ég ekki að hafa frekar áhyggjur af því hverjum ég á að halda með í formúlunni lengur. Get ótrauð farið að halda með mínu gamla liði og hætt að horfa á neina aðra.
Lauda er víst eithvað að röfla í Raikkonen að hann þurfi að bæta framistöðu sína ef hann ætli að vera liðsfélagi Montoya en ég held að Mc laren menn væru eitthvað illa bilaðir ef þeir hafa þá ekki saman.

Engin ummæli: