Óskarinn
Já nú er óskarinn alveg að bresta á og í tilefni af því voru einhverjir sem tóku saman lista yfir þær myndir sem síst áttu óskarinn skilið í gegnum tíðina. Listinn er víst svona:
1. Braveheart (1995)
2. A Beautiful Mind (2001)
3. The Greatest Show On Earth (1952)
4. Ordinary People (1980)
5. Forrest Gump (1994)
6. Terms Of Endearment (1983)
7. Around the World In 80 Days (1956)
8. Cavalcade (1933)
9. Rocky (1976)
10. How Green Was My Valley (1941)
Ekki hef ég nú séð nema 4 myndir á þessum lista og er ég alveg ofsalega ósammála að Braveheart hafi ekki átt óskarinn skilið. Mér fannst Braveheart bara hin besta ræma og ekkert út á hana að setja og hana nú. Hvað þá Forrest Gump það var bara snilldar mynd og mjög vel gerð og átti óskarinn meira en skilið. Er meira sammála þessu með Beutiful mind og Rocky það að fátt við þær myndir sem gerir þær að óskarverðlauna efni finnst mér.
Hjá mér myndi listinn yfir þær mydnir sem ekki áttu óskarinn skilið líta einhvernveginn svona út:
1. THE ENGLISH PATIENT (1996) (Fargo átti að fá verðlaunin þetta ár!!!)
2. ROCKY (1976)
3. AMERICAN BEAUTY (1999) (Bæði Sixth sense og Green Mile áttu þetta meira skilið)
4. A Beutiful mind (2001)
5. Deer Hunter (1978)
6. Annie Hall (1977)
7. Platoon (1986) (A room with a wiew átti að fá þau þetta árið eða jafnvel Children of a lesser god)
Ég næ nú ekki nema upp í 7 þar sem ég treysti mér ekki til að dæma um myndir sem fengu óskarinn fyrir mitt minni og hana nú. Annars er myndin í fysta sætinu hjá mér mynd sem ég bara get ekki skilið hvernig hún gat fengið óskarsverðlaun. Þetta er hund hund hundleiðinleg langloka og ekkert spes við leikinn né neitt annað í henni myndin er aðallega heimskulega leiðinleg. Það er líka dáldið svindl að sum ár eru einfaldlega sterkari en önnur í kvikmyndaframleiðslu þannig að myndir sem ekki eru neitt spes fá verðlaun því þær voru það skásta það árið annarsvegar og hinsvegar eru svo þrjár eða fleiri rosalega góðar sem keppa næsta ár. Til dæmis 1989 kepptu Driving miss Daisy, Born on the Fourth of July, Dead Poets Society, Field of Dreams, My Left Foot um óskarinn. Skil reyndar ekki hvernig Field of Dreams komst þarna inn arfaslök mynd en so be it. Hinar eru allar mjög góðar og vel gerðar myndir sem allar hefðu átt óskarinn skilið. Þá er það árið 1996 sem leit svona út í tilnefnnigunum The English patient, Fargo, Jerry Maguire, Secrets and Lies, Shine
þarna er bara ein mynd sem er alvöru verðlauna efni og það er Fargo ég skil ekki enn afhverju hún vann ekki, ég held að verðlaunanefndin hafi verið á einhverju trippi þetta árið. Huggun harmi gegn að aðalleikonan í Fargo fékk óskarin fyrir bestu leikkonuna.
Annars hef ég nú ekki séð eina einustu mynd sem er tilnefnd í ár er nánast alveg hætt að fara í bíó **SVEKK**SVEKK**
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli