OOOps I did it again...........
I played with my time and lost in the game....úúúú baby baby
Já enn og aftur beit mig í rassinn að halda að ég gæti gert margt í einu...skamm skamm Guðný þú áttir að vera búin að læra þetta. En svona er þetta þegar gylliboðin detta inn hvert af öðru þá barasta fer allt í steik. Það var búið að ákveða pönnuköku partý, myndlistarsýningu og Leikhúsferð á laugardaginn og það hefði sennilega bara gengið vel upp ef Handboltamót hjá Árna hefði ekki bæst við. Og eins og þegar maður reynir að gera allt í einu þá er eithvað sem verður útundan og maður nýtur alls ekki sem skyldi og endar svo bara með móral yfir öllu saman. Partur af móralnum lagaðist þó þegar ég komst að því að Leikhúsferðafélagar mínir höfðu lent í sömug gryfju og ég. Sú staðreynd að ég varð sein breytti engu fyrir þær þar sem þær voru seinar líka, fjúkket, en ég var búin að vera með mígandi móral yfir að hafa verið að eyðileggja allt fyrir þeim. Það var ofan á móralinn yfir að geta ekki stoppað eins lengi og mig langaði í pönnukökupartýinu, og að missa af verðlaunaafhendingunni hjá Árna og að hafa bara farið í mýflugumynd á myndlistarsýninguna hennar Önnu. Mér tókst að hafa móral yfir mörgu þennan dag.
En uppúr stendur að myndirnar á sýningunni hennar Önnu voru voða fínar og flottar og það var lyktin af vöfflunum þar líka. Árna gekk rosalega vel í handboltanum og vann liðið hanns 3 af 4 leikjum sem þeir spiluðu. Pönnukökurnar hjá Dísu og Daða voru hreint frábærar og veðrið á pallinum var náttúrlega bara snilld. Ekkert smá notalegt að stija á pallinum og sulla með annari hendinni í heitapottinum. Maturinn á Ruby Thuesday´s var ROSALEGA bragðgóður. Ég læt nú vera að langa langa rauða hárið sem var í matnum mínum brætt saman við ostinn í hrísgrjónunm hafi verið neitt lostæti. En ég fékk nýjan disk af mat út á hárið og ofan í það fékk ég svo alveg 20% afslátt af matnum (það er saga á bak við þetta of löng til að rekja hér). Þjónustan á staðnum var nú ekki til fyrirmyndar það var bið eftir öllu og ábótina á gosið sem við báðum um fengum við aldrei, við biðum heil heil lengi eftir reikningnum svo eithvað sé nefnt. Eftir matinn fórum við svo að sjá Edit Piaff og mikið var það frábært. Ég gleymdi mér bara alveg við að hlusta á tónlistina mér fannst tónlistinn alveg ÆÐI ég gersamlega týndi mér. Ég lenti einhvernveginn inn í einhverju draumkenndu ástandi nánast dáleiddist. Ég gleymdi alveg að ég var í leikhúsi flaut þarna bara í persónum og tónlist frábær upplifun. Mikið rosalega leikur hún Brynhildur Guðjónsdóttir vel og hvað þá hvernig hún syngur ég get svo svarið fyrir það að ég sat þarna með króníska gæsahúð. Annað sem mér fannst alveg stórkostlegt er að sjá Þórunni Lárusdóttur og Brynhildi hlið við hlið Þórunn þessi netta glæsilega kona verður eins og tröllvaxið ferlíki við hliðina á Brynhildi. En allavega ef þið hafið ekki séð Edit Piaff þá mæli ég eindregið með að þið farið hið fyrsta, frábær upplifun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli