mánudagur, maí 23, 2005

Eurovision hvað

Iss ég held ég fari bara í mótmæla ástand og strengi þess heit að horfa ekki aftur á Eurovision......................á þessu ári. En hvað er að Evrópubúum að Grískalagið hafi unnið stolnara en alt sem stolið er og ekkert sérstaklega gott. En það sem íslenskt framlag í keppnina vantar er greinilega "skora" og einföld laglína sem allir (karlmenn) geta lært. Það er allavega niðurstaðan eftir þessa hörmung.

Helgin hefur farið í almennt sukk og vinnu ég er búin að borða meira af sætindum þessa helgi heldur en síðustu 3 vikurnar samanlagt.

Fór að sjá Star Wars í kvöld VÁ ég skemti mér bara alveg konunglega en eitt er vist að þett er sko ekki og ég endur tek EKKI barna mynd. Ég fékk meira að segja gæsahúð úr hryllingi í lokinn. Börn eiga ekkert erindi á þetta nema þau fari út í hléi þá er það sennilega í lagi. Því fram að hléi var ég búin að vera að velta fyrir mér afhverju hún væri bönnuð en boj ó boj ég komst að því. ÚFFFFFF.... en snilldar ræma þó mér þyki nú gömlu myndirnar allatf bestar þá var þessi bara nokkuð góð mun betri en mynd 1 og 2. Ég hugsa samt til þess með svolitlum söknuði hvað mér hefði fundist þessar myndir mikið ÆÐI ef ég hefði séð þær á aldrinum 7 - 17 eða svo.

Ég er farin að sofa ég Geyspa svo mikið að tárin sprautast úr augunum, vaknaði nefnilega kl. 6 og um hádegi var búið á batteríinu og nú er klukkan farin að ganga 2 að nótti RUGL er þetta.

Engin ummæli: