laugardagur, maí 14, 2005

Hvað er málið ??

Með að..

... þingmenn geti skipt um flokk á miðju kjörtímabili og tekið sætið frá flokknum yfir í annan flokk. Ég get ekki byrjað að lýsa hvað mér finnst þetta asnalegt.

...við erum bara að eyða tæpum miljarði í gamla fólkið okkar svo 950 einstaklingar búa með "ókunnugum" á herbergi. Með 7-9 miljörðum gætum við lagað ástandið og búið betur að gamla fólkinu okkar.
Rétt upp hend sem vill flytja inn með ókunnugum einstaklingi sem N.B. þú færð ekki að velja sjálfur og þarft að búa restina af þinni æfi með.

...ég er í vinnunni mæti manni á ganginum brosi mínu breiðasta býð góðan daginn og hann svarar Góðan daginn FRÚ **svekk**svekk**svekk** Ég fann gráu hárin spretta fram og ég get svo svarið fyrir að það hrúguðust hrukkur í anlitið.

..unglinga í Garðabæ ....eða er þetta fullorðins vandamál ?

..allir skemtilegir atburðir lenda alltaf á sama deginum.

.. Guðný er svo löt að hún nennir ekki í ræktina. Er alltaf að hugsa um að fara en það nær ekki lengra en svo að hún horfir á Í fínu formi á stöð 2. Er að vísu hætt að drekka kók á meðan, drekkur bara vatn yfir þættinum núna.

.. nammi er óhollt og fitandi og manni verður illt í maganum ef maður borðar það, en samt er það svo "gott" að maður hefur ekki vit á að láta það vera.

..draslið á heimilinu tekur sig ekki til sjálft og hárin af Leó hafa ekki vit á að detta af utandyra.

..ég asnast yfirleitt til að vaka allt of lengi og er svo sybbin stóran hluta næsta dags.

...ég er eldri í dag en í gær en er alveg hætt að vita meira og meira.

... ég sit hér og skrifa í staðin fyrir að druslast til að taka til eða eithvað annað gáfulegt.


Góðar stundir !!

Engin ummæli: