Ó Ó óvissuferð
Ó Ó Ó vissuferð óvissuferð í hópi...................
Ég fór í óvissuferð með vinnufélögum mínum í gær og þvílík snilld argandi og gargandi. Byrjað var á vinnudegi þar sem fjallað var um Öryggi sjúklinga og kom margt gott út þur þeirri umræðu. Eftir að vinnudeginum var lokið var farið í gróðrarstöðina Silfurtún og þar skoðuðum við Jarðarberjaræktina hjá þeim og fengum kampavín og jarðarber. SNIIIIILDDDDD !!!! Ég fékk líka að máta 5 vikna obboslega fallegan kettling og klappa hundinum þeirra. Þaðan var svo haldið út í óbyggðir (lítin lund á flúðum) þar var haldin stórskemtileg Survivor keppni. Þegar því var lokið var haldið að sveitabæ einum þarna sem ég get bara ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heitir. Þar skoðuðum við hátækni fjós og fengum ískalda ALVÖRU mjólk að drekka NAMMI NAMMI NAMMI, held ég hafi drukkið 8 glös **roðn** reyndi að laumast þegar engin sá til svo það fattaðist ekki að ég þambaði mjólkina ótæpilega ég er laumu alvöru mjólkur fíkill **roðn**. Ég áttaði mig á þvi að það eru sennilega 12 - 14 ár síðan ég fékk ALVÖRU mjólk síðast. Er að hugsa um að fá mér eina kú í garðinn til að geta fengið smá alvöru mjólk. Auðvitað klóraði ég og klappaði kálfunum og fékk einn þeirra til að sjúga á mér puttan. Þetta hef ég ekki gert síðan ég var krakki í fjósinu hjá Afa Einari, það er laaaaaaaaaaaangt síðan **andvarp** og auðvitað klappaði og vesenaðist í hundinum þarna líka **roðn** Hundabakterían mín er ekkert að batna hélt að hún myndi lagast við að ég fengi míns egins hund en NEI öðru nær.
Úr Fjósinu fórum við ilmandi og yndislegar og helmingur af hópnum fór í sund hinn helmingurinn sat út í Guðsgrænni náttúrunni og spjallaði og drakk....drakk og spjallaði, ísbíllinn mætti á svæðið og auðvitað var keyptur ís. Eftir sundferðina var haldið á Hótel Flúðir og borðaður mjög bragðgóður kvöldmatur namm nanmm. EFtir matinn var leikið leikritið Rauðhetta og Úlfurinn þar sem ég var svo heppin að fá hlutverk Úlfsins. Handritið voru miðar sem við höfðum fyrir matinn skrifað á eina setningu hver. Sögu maður las söguna en þegar kom að persónum sögunnar að segja eithvað var dregin miði og hann lesin með leikrænum tilburðum...þvílíkt sem var hlegið. Sögumaðurinn var nánast dáinn úr hlátri og þurfti aðstoð við lesturinn. Þvílíkt fjör !! Eftir þetta var haldið heim á leið og þvílít stuð í rútunni á leiðinni heim jahérna. En þessi ferð styrkti bara grun sem ég hef haft lengi en hann er sá að fólkið sem ég er að vinna með er upp til hópa stórskemmtilegt fólk :) Mikið er ég glöð að forsjónin álpaðist til að koma mér þarna inn sem nema á sínum tíma :)
laugardagur, maí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli