þriðjudagur, maí 24, 2005

Hvað er að félagsmála yfirvöldum ??

Ég næ nú barasta ekki upp í nefið á mér núna! Ég var að lesa í Baugstíðindum að ef fólk sem vildi ættleiða börn færi yfir 25 í BMI væri óskað eftir sérstakri heilsufarsskoðun með tilliti til hjarta og æðasjúkdóma. Þó að fólk reyki eins og strompar þarf það ekki að skila inn neinum heilsufarsvottorðum og ekki gerðar neinar athugasemdir við reykingarnar. Ekki nóg með að reykingarnar séu hættulegri einstaklingnum sem reykir (eykur meira líkur á hjarta, æða og lungnasjúkdómum) heldur en offita þá eru reykingarnar líka heilsuspillandi fyrir barnið sem er ættleitt inn á heimilið. Offitan er ekki eins hættuleg barninu vissulega geta slæmir siðir í matarmálum haft áhrif á lífsgæði barnsins en flestir foreldrar passa betur uppá hvað börnin borða en hvað þeir borða sjálfir. Ég bíð núna eftir því að barnaverndar yfirvöld komi og taki börnin af mér af því ég er yfir 25 í BMI. Á kanski að fara að taka börnin af offeitum mæðrum á fæðingardeildinni líka. Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta mál svo fáránlegt að ég næ mér bara ekki. Hvernig ætili það sé ef par ættleiðir og karlinn er offeitur ætli þeim sé synjað um ætleiðingu eða er þetta bara svona spes fyrir konur mér þætti gaman að vita það.
Vá hvað þetta mál pirrar mig mikið ég er alveg að springa hérna urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Annars er bara allt gott að frétta héðan Pabbi hélt upp á 72 ára afmælið í gær. Við höfðum Læri og meðþví í kvöldmatinn og ís og ferska ávexti í eftirrétt Nammi nammi til að halda upp á þennan stórmerkilega dag.

Engin ummæli: