föstudagur, maí 20, 2005

Einn góðan dag er ég viss um að....

Já merkilegt með Eurovision hvað maður getur orðið svekktur ég hélt að ég yrði ekkert svekkt yfir því að ísland kæmist ekki áfram en svo fann ég það seinnipartinn í gærkvöldi að ég var bara pínku svekkt. Mér finnst alveg furðulegt að maður skuli sogast svona inn í Euro fílinginn mér fanst lagið ekkert gott þegar ég heyrði það fyrst en svo við að heyra þaða aftur og aftur (unglingurinn á heimilinu sá til þess) þá batnaði það um allan helming og mér var farið að þykja það þrusugott í lokin. Ekki get ég alveg skilið tónlistarsmekk Evrópubúa sum lögin sem komust áfram eru grátlega léleg. Málið er kanski að íslenska lagið er ekki nógu grípandi heldur þarf það smá tíma. Kankski er Evrópa bara einfaldlega ekki tilbúinn fyrir mikilfenglegheit Íslending he he he .........

Mér er alvarlega farið að finnast að það ætti að krefjast þess af ökumönnum að þeir fari í ökuskóla reglulega til að rifja upp umferðarreglurnar. Sérstaklega finnst mér áberandi hvað fólk skilur ekki vinstribeygjur. Í fyrstalagi er eithvert vandamál með að taka vinstri beygjur þegar ekki eru málaðar línur í malbikið sem sýnir hvar viðkomandi á að keyra. Nokkrum sinnum hef ég lent í því að fólk ætlar að taka vinstri beyju með því að fara afturfyrir bílinn hjá mér eða þanig ef þið skiljið hvað ég meina. Ég get nú bara ímyndað mér hve lengi maður væri að komast yfir á ljósum ef þetta ætti að fara svona fram. Tannhjóla system í vinstribeyjum gengi aldrei held ég . Svo er hitt málið með að ef ég er að taka hægri beygju ´þá á vinstri beygjan ekki réttinn fyrir mér. Þeir sem eru að fara beint eða taka hægri beygju eiga réttinn fyrir þeim sem eru að koma á moti og taka vinstri beygju. Þetta virðist vera að vefjast dáldið fyrir nokkrum einstaklingum í umferðinni. Það hefur verið látið gott heita ef sá sem er að taka vinstri beygjuna fer á vinstri akrein og sá sem er að taka hægribeyjuna fer á hægri það gengur alveg. En manneskja sem tekur vinstri beygju og ætlar beint á hægri þarf að bíða eftir að hægribeygju bíllinn sé farinn. Ég mátti þakka mínum sæla fyrir að augnaráð gat ekki drepið um daginn þegar vinsribeygju kona var nærri búin að keyra inn í miðjan bílin hjá mér þegar hún frekjaðist(vinstribeygja yfir á hægriakrein) yfir þar sem ég var að koma út úr Lækjarfitinni inn á Hafnarfjarðarveginn (hægri beyja á hægir akrein). Það var augljóst á ferlinu sem eftir fylgdi að hún var sein fyrir ef svo hefði ekki verið hefði hún sennilega elt mig til að berja mig :o
Ég vorkenndi henni dáldið því ég held að hún hafi kanski verið búin að bursta tennurnar upp úr AD kremi og brjóta hælin undan skónum sínum áður en þarna var komið við sögu (og kl. rétt 8:30)

Ætli mér sé ekki hollast að fara að gera eithvað af viti ég er að reyna að skrapa saman nennu til að fara niður í Laugar það er ókeypis fyrir Sjúkraliða í baðstofuna þessa viku. Veit ekki alveg hvað maður gerir í baðstofunni og veit ekki alveg hvort ég nenni ein. En hitt er víst að ég hefði gott af því að fara niðureftir og hreyfa mig dáldið. En það er svo allt önnur saga :s

Engin ummæli: