miðvikudagur, maí 04, 2005

Sagði einhver leiðinlegur

Nei leiðinlegur er hann ekki en augljóslega úlfur í sauðargæru. Ágæt vinkona mín sagði á blogginu sínu fyri nokkru að Coulthard væri leiðinlegur ökumaður, ég held að hann hafi heyrt til hennar og sé nú að vinna hörðum höndum við að afsanna þessi orð.

Tekið af mbl.is:

Coulthard sá rautt og tók Massa hálstaki
David Coulthard hjá Red Bull sá rautt yfir aðfinnslum Sauberþórsins Felipe Massa og greip hann hálstaki að tjaldabaki eftir kappaksturinn í Imola um síðustu helgi.

„Ég varð bálvondur og sá rautt, teygði mig inn í bílinn og tók hann hálstaki,“ segir Coulthard sem gekk í veg fyrir bíl Massa til að jafna um við hann er Sauberþórinn hugðist yfirgefa kappakstursbrautina að keppni lokinni.

Upplýsir Coulthard þetta í viðtali við breska blaðið Daily Mirror. Massa kvartaði stórum undan því að Coulthard hafi ekki hleypt honum fram úr er hann gerði ítrekaðar tilraunir til framúraksturs í Imola.

„Ég ber virðingu fyrir öðrum ökuþórum og ætlast til hins sama af þeim. Þá leit ég upp og sá foreldra hans í aftursæti bílsins og sleppti og málin róuðust fljótt. Ég vildi ekki niðurlægja hann frammifyrir þeim. En hann hélt áfram að tuða um að ég hafi hagað mér óíþróttamannslega.

Massa sakaði mig um að hafa knúið sig út úr brautinni á 320 kílómetra hraða en slíkt hef ég aldrei gerst sekur um. En ég er ekki í íþróttinni til að gefa nokkrum manni eftir,“ segir Coulthard.

Sauberþórinn ók aftan á bíl Coulthards og sýndi honum fingur í reiði sinni er honum tókst loks að komast fram úr Rauða tudda (Red Bull) undir lok kappakstursins.

„Ég sýndi [Michael] einu sinni puttann í reiði minni en ég bað hann afsökunar á því eftir keppni,“ bætir skoski þórinn við. „Massa fékk tækifæri til þess eftir kappaksturinn en greip það ekki,“ segir hann.

Massa lauk keppni í 12. sæti og kom á mark rétt á undan Coulthard.


Nei leiðinlegur er hann ekki en hann er greinilega að læra full mikið af Sjúmma kallinum og er mér alveg hætt að lítast á blikuna.

Engin ummæli: