OMG ég var klukkuð
Sem þýðir víst að ég þarf að koma með 5 alveg gagnslausar staðreyndir um sjálfa mig.
Hér koma þær:
1. Ég er afskaplega feiminn að eðlisfari og myndi sjálfsagt hverfa inn í sjálfa mig og loka og læsa ef mér væri gefinn möguleiki á því. T.d. er það bara núna á síðustu vikum sem ég er farin að þora að hringja í fyrirtæki og spyrjast fyrir um vörur og þjónustu. Ég hef tekið miklum framförum síðan ég gerðist sjúkraliði enda vonlaust að vera svona feiminn þegar maður kynnist milli 3 og 400 nýjum einstaklingum á ári. Símtöl hafa verið mér mikill ljár í þúfu í gegnum tíðina. Hefði ég á stundum selt ömmu mína til að forðast að hringja í fólk, meira að segja góða vini eða fjölskyldumeðlimi.
2. Þegar ég var barn langaði mig meira að vera strákur en stelpa. Eihverntímann um fimm ára aldurinn linnti ég ekki látunum fyrr en búið var að klippa síða hárið niður í drengjakoll. Pils, kjólar og bleikur litur voru gerðir útlæg úr fataskápnum og uppáhalds leikföngin mín voru bílar og byssur.Dúkkur snerti ég ekki ótilneydd og skildi engan veginn dúkuleiki og mömmó sem heillaði jaföldrur mínar. Hernaður í Kirkjuholtinu eða annarstaðar á Kársnesinu var meira að mínu skapi. Príla upp á bílskúra og hoppa niður var hin mesta skemtun. Það næsta sem ég komst dúkkkuleik var þegar ég, Steinar og félagar lékum okkur í Acton Man eða með Tindáta. Mig langaði mikið að eignast Action Man, Tindáta og kanski eina byssu eða svo. Ég gleymi seint þeim vonbrigðum mínum á 8 ára afmælisdaginn þegar afmælisgjöfin mín reyndist Sindy dúkka **SVEKK** Ég gerði náttúrlega mitt besta til að láta vonbrigðin ekki sjást enda vel uppalið barn. Ekki varð gleðin neitt mikið meiri þegar í jólagjöf fékk ég svo húsgögn og föt handa dúkkuófétinu,sem hafði staðið óhreyfð inn í skáp frá því í október. Foreldrar mínir höfðu lagt mikið á sig til að smíða og föndra þessi blessuð húsgögn og sauma fötin. Enn var sparisvipurinn settur upp en þvílíkt svekkelsi, úff.
Drengja árum mínum lauk svo í kringum 12 ára aldurinn en dúkkugreyið fékk ekki uppreisn æru fyrr en dáldið löngu síðar ef ég tók hana þá nokkurntímann í sátt. Hvað ætli hafi orðið um greyið ??
3. Ég get verið sjúklega lofthrædd ég hef einu sinni frosið gersamlega út á svölum upp á 5. hæð **roðn**. Mér er frekar illa við lyftur sérstaklega þær sem fara hærra en upp á 4. hæð. Klettabrúnir og hamrar eru ekki í miklum metum hjá mér heldur **HROLLUR** Ég get fátt hugsað mér verra en að þurfa að príla upp á fjall nema þá helst að þurfa þá að príla aftur niður. Mér er alveg óskiljanleg árátta sumra til að þurfa að príla upp á alla hóla, hæðir og fjöll sem til eru.
4. Ég spilaði á klarínett með skólahljómsveti Kópavogs þegar ég var 10 ára. Ég gæti sennilega ekki komið hljóði úr slíku tóli í dag, þó líf mitt lægi við.
5.Þegar ég var lítil langaði mig mest af öllu í heiminum að eignast stóran bróður. Stóri bróðir átti að vera verndarengilinn minn sem varði mig frá hrekkjusvínunum í heiminum. Hann átti líka að spila við mig fótbolta og leika við mig í öllum þeim skemtilegu strákaleikjum sem til voru, hann hefði líka örugglega skilið mig SVO mikið betur en allir aðrir.
Ég mátaði svo 2 stóra bræður þegar ég var í pössun hjá Ástu föðursystur minni og þeir ýttu enn frekar undir þessa drauma. Þeir einmitt vörðu mig fyrir hrekkjusvínunum á Ólafsfirði. Ég fékk að kúra hjá öðrum þeirra þegar ég gat ekki sofið fyrir heimþrá og skældi í koddan minn að kvöldlagi. Ég fékk líka stundum far á skellinöðru milli staða í bænum, auðvitað að fengnu loforði um að segja mömmu alls ekki frá. Það loforð var haldið fram í rauðann dauðann því stóra bræður sem eru í Guða tölu svíkur maður ekki, ekki einu sinni þó samviskann nagi illa.
Jæja þá eru það komið ég átti nú bara í mesta basli með að finna eithvað til að skrifa um. Ég hef ekki svo margar né nothæfar staðreyndir fram að færa, voðalega er maður eithvað dull.
En ég nota svo tækifærið og klukka Dýrleifu,Katrínu, Ásdísi og Guðna. Ég geri mér fulla grein fyrir að það vantar einn en ég geri mér hvort sem er litlar vonir um að þau 2 síðustu sjái þetta heldur.
Góðar Stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli