þriðjudagur, september 20, 2005


Að kunna ekki að skammast sín .....

Ég er alvarlega farin að hugsa um að krefjast þess að fá skattpeningana mína endurgreidda. Ástæðan er sú að mér finst óþolandi að eithvert fólk út í bæ er áskrifendur að þeim án þess að leggja neitt sérstakt á sig til að fá þá. Nýjasta dæmið sem ég er að ergja mig á er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Upp komst sum strákinn Tuma (Ingibjörgu) í vikunni þegar fjölmiðlar greindu frá því að hún mætti barasta aldrei nokkurntímann á bankaráðsfundi Seðlabankans en tók samt rúmar 70 000 krónur á mánðuði fyrir setu í þessu sama ráði ekki nóg með það þá fékk hún 13 mánuðinn greiddan, eins og tíðkast í bankaheiminum. Nei takk fyrir ég sæi það nú í anda að ég mætti ekki í mína vinnu hjá ríkinu og þeir sæu sér samt fært að borga mér laun. Mér finnst að þetta fólk sem er í svona ráðum og nefndum og mæta svo sjaldan eða aldrei á fundi eigi að skila launum aftur í ríkissjóð. Ingibjörg er víst ekki sú eina í Seðlabankaráði sem mætir svona illa því það var víst aðeins einhver framsóknarmaður sem sá sóma sinn í að mæta á flesta eða alla fundina. Mér er spurn sat hann þá þarna einn á sumum fundunum og talaði við sjálfan sig eða hvað ??? En þetta staðfestir bara það sem mig hefur alltaf grunað að það er enginn betri en annar af þessum pólitíkusum þetta eru allt saman úlfar, bara í mislitum gærum. Láttu ekki útlitið blekkja !!!!!

Engin ummæli: