föstudagur, september 02, 2005

Ég held ég gangi heim held ég gangi heim

Ég get nú ekki verið annað en ógeðslega fúl yfir því hvað bensínið er orðið viðurstyggilega dýrt !! Að bensín lítrinn skuli virilega vera komin upp í 117 íslenskar krónur er náttúrlega bara bull. Merkilegt hvað olíufélögin hérna fá alltaf ástæðu til að hækka ef þeir heyra að það gæti hugsanlega eithvað gerst á bensínmarkaðnum. ARGH ég er alveg ofsalega fúl yfir þessu. Ég hef alvarlega íhugað að fylla stórukerruna af hundaskít og sturta því svo á tröppurnar hjá olíufélögunm. Nenni bara ekki alveg að leggja á mig að geyma skít nógulengi til að fylla kerruna svo er lyktarfaktorinn að stríða mér líka. En ef bensínið heldur áfram að hækka svona þá endar á því að ég læt vaða í þessa framkvæmd. Hefur þetta ekki áhrif á kjarasamninga og slíkt ef bensínið bara hækkar og hækkar ?? Það endar líklegast með því að ég verð að leggja bílnum og labba niður á Hringbraut í vinnuna í vetur. Ekki tekur því að taka strætó það tekur jafnlangan tíma og að labba bara alla leið. Er í lagi með þetta ég bara spyr.

Engin ummæli: