fimmtudagur, september 08, 2005

Hmmm

Já það er aldeilis fjör í tíkinni þessa dagana Dabbi bara hættur. Þetta er sá pólitíkus sem ég hef elskað að hata síðan 1990 .....hvað á ég nú að gera ha ?? Ekki það að það var kominn meira en tími á karl ræfilinn þó fyrr hefði verið.

Haldiði nokkuð að Gísli Martein verði borgarstjóri ha í alvöru ...ég get nú bara ekki hugsað það mál til enda. Hvað þá að Vilhjálmur verði það heldur. Ekki að þetta komi mér neitt við ég er víst ekki Reykvíkingur he he ...ætti kanski bara að hafa áhyggjur af einhverju öðru.

Hundeigendur á Besti Vinur sjá rautt yfir Stefáni J Hafstein út af víghundakommenti hans í vor. Einhver þeirra tók sig til og sendi honum e-mail með spurningum um hans tilfinningar gagnvart hundum sem hann svaraði ekki. Gísli Marteinn fékk samskonar póst sem hann svaraði með langri lofræðu um hvað hundar væru æðislegir og hann hefði einu sinni átt hund. Hann ætlar sko að verða málsvari hundeigenda í höfuðborginni svo nú ætla allir Reykvíkingar á Besta Vin að kjósa Gísla.

Sáu þið þáttinn Stelpurnar á Stöð 2 um daginn ?? Ég missti af megninu af honum á laugardaginn en sá hann í endursýningu í gær, heimilið nötraði í verstu hlátrasköllum okkar hjóna. Þær eru bara frábærar blessaðar stelpurnar !! Ég hélt ég yrði ekki eldri yfir sketcinum þar sem stelpan sagði kærastanum að hún vildi að hann kæmi sér oftar á óvart ..... Breska kellingin er bara snilld ég hef séð svona týpur í alvörunni og vá hvað hún Brynhildur tekur breskahreiminn og allt það vel. Mér fundust a.m.k. 95% af þættinum fyndin ætla sko pottþétt að sjá næsta þátt.

Ég er búin að vera að horfa á Band of brothers seríuna sem ég keypti mér út í þýskalandi. Þetta eru mjög góðir þættir og afskaplega vel gerðir á allan hátt en maður verður nú nett þunglyndur af þeim þar sem þeir enda barasta aldrei vel (ekki að ég hafi svo sem búist við því). Í þáttunum er rakin saga Easy company fallhlífaherdeildarinnar í seinni heimstryrjöldinni. Þættirnir eru mjög í anda Saving Privat Ryan enda sömu framleiðendur Tom Hanks og Steven Spielberg. Ég skil bara ekki í mér að hafa látið þættina fram hjá mér fara þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 fyrir all nokkru síðan. Serían samanstendur af 6 diskum með 2 þáttum hver sem í allt gerir 12 klukkustundir af sjónvarpsglápi. Ég er rétt búin með 6 tíma í þessum töluðum orðum. Get samt ekki að því gert að mér fannst svoldið súrrealískt að sjá þessum þáttum svona mikið hampað í þýskum verslunum sem selja DVD. Þeim var ekki haldið jafn mikið á lofti í Austurríki sem hefði þó verið skiljanlegra.

Engin ummæli: