Svo bregðast krosstré sem ......
Hvað haldi þið Prevían mín liggur á skurðarborðinu hjá þeim í Toyota og þeir telja hana "major case" svo ég sletti með orðum mannsins í móttökunni á verkstæðinu. Þannig er mál með vexti að í vikunni áður en við fórum út fór að bera á því að bíllin slökkti ekki ljósin þegar svissað var af honum. En það dugði að svissa á hann aftur og þá slokknuðu ljósin og allt í góðu. Vegna tíma skorts þá fórum við ekki með hann á verkstæðið þá og ætluðum að gera það strax eftir að við komum heim en það tafðist aðeins. En um helgina versnaði ástandið heldur og þá hætti að vera hægt að slökkva ljósin nema með því að láta bílin byrja að starta og sleppa á hárréttu augnabliki en í gær endaði með þvía að ljósin slokknuðu bara alls ekki sama hvað gert var. Þetta er eins og gefur að skilja frekar hvimleitt vandamál svo ég brunaði upp í Toyota í morgun. Þeir tóku bílinn og ætluðu að kippa þessu í liðinn 1 2 og 3 en eftir að við Pabbi vorum búin að bíða í rétt tæpa 2 tíma hjá þeim kom maðurinn og tilkynnit mér að þetta væri bara eins og áður sagði Major Case og þeir yrðu bara að lána mér bíl þar til þeir væru búnir að finna út úr þessu. Núna keyri ég því um á Yaris Verso sem er útbúinn með því snilldar kerfi að honum er ekki startað með lykli heldur er stykki stungið í rauf og svo er takki sem þarf að ýta á til að starta og stoppa, dáldið skondið. Mér finnst þetta svoldið skondið þar sem Guðlaug var nýbúin að segja mér af þessum furðum í Renaultnum sem pabbi hennar átti. Það bjargaði því að ég kom ekki alveg af fjöllum með þennan búnað en maðurinn fylgdi mér samt út og kenndi mér á fyrirbærið :) Nú bíð ég bar eftir að heyra hvort þeir geta yfir höfðu lagað Prevíuna mína sniff, sniff............... En það er smá huggun harmi gegn að þessi bilun fellur vístu undir ábyrgðina á bínum svo við ættum ekki að þurfa að borga fyrir þetta 7....9...13
mánudagur, september 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli