miðvikudagur, september 07, 2005

Það er gott að búa í Kópavogi

En það enn betra að búa í Garðabæ !!!! Haldiði að blessaður nýji bæjarstjórinn okkar hafi ekki séð til þess að öll börn í Garðabæ fá 20.000 kr. til íþróttaiðkunar. Þessari ákvörðun var vel fagnað á þessu heimili enda borgar þetta algerlega upp skátastarfið hjá Ásdísi og Handboltann hjá Árna. Þar að auki gerði þetta Árna kleift að fara í skátana líka. Okkur langaði til að hann færi í skátana þar sem við erum alveg heilluð af skátunum þar sem þeirra starf er alveg frábært. Krakkarnir læra helling af gagnlegum hlutum sem býr þau vel undir framtíðina. En Árni vildi alls ekki hætta í handboltanum og okkur langaði ekki heldur að hann hætti þar svo þar voru góð ráð fokdýr því handboltinn kostar og það gera skátarnir líka en nú er bæjarstjórinn búinn að leysa þetta vandamál fyrir okkur heill sé honum. Húrra, húrra, húrra !!!!!!!!!!!!!
Að vísu fáum við aðeins 10.000 kr. pr. barn núna í haust en árið 2006 fáum við alla upphæðina. En það munar sko um 10.000 kr. hvað þá þegar börnin eru 2 og ég tala nu ekki um 3 :)

Meira má lesa um þetta snilldar framtak á heimasíðu garðabæjar
  • gardabaer.is




  • Annað sem Garðabær er að gera og hefur sko vakið heimsathygli á Íslandi en það er vefsvæði sem kallast Minn Garðabær en þar geta bærjar búar skoðað öll sín mál gagnvart bænum á netinu. Sent fyrirspurnir og ábendingar til bæjaryfirvalda og margt margt fleira. Minn Garðabær er svo tengdur Mentor þar sem haldið er utan um öll mentamál krakkanna. Þar getur maður séð hvað þau eiga að læra heima og hvernig mætingin hjá þeim er og allt sem þeim viðkemur. Hrein argandi snillld !!!!

    Engin ummæli: