fimmtudagur, september 22, 2005


Á þeim sömu nótum

Já það eru fleiri en pólitíkusar sem kunna ekki að skammast sín það er alveg ljóst. Ég las grein eftir Jón Gnarr á baksíðu Fréttablaðsins í dag og hún hitti í mark hjá mér þar sem ég hafði einmitt verið að pirra mig á því sama og Jón, síðast í gær. Greinin góða fjallar um Skítlega hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína og hef ég fulla samúð með honum. Ég læt hér fylgja með svar við grein um þetta mál sem ég setti inn á besta vin fyrr í morgun. En þar kemur meðal annars fram afhverju þetta málefni var að pirra mig meira en venjulega í gær.

Af Besta vin:
Ég var einmitt að pirra mig á þessu með hundeigendur sem hirða ekki upp eftir hundana sína í gær. Ég var á leið inn í 11/11 í Garðabænum og var rétt stigin í stærðar lort eftir hund. Einhver "góður" hundeigandi hafði greinilega bundið hundinn fyrir utan meðan hann hafði farið inn, hundurinn gert stykkin sín á meðan, eigandinn hefur svo tekið hundinn og labbað burt frá herlegheitunum (og þau voru sko ekki svo lítil að það væri auðvelt að sjá þau ekki). Þarna var engin afsökun gild því minnsta mál var að fara inn í búðina að fá skrjáfpoka undir stykkin og svo er þessi fína ruslatunna fyrir utan búðina. Pokaleysi og slíkt var ekki afsökun þarna. Þetta er fólkið sem er að eyðileggja fyrir okkur sem erum samviskusöm og hirðum upp eftir okkar hunda og annara þegar við þurfum Ég hef svipaða sögu og Tarayr ég geng reglulega eftir hitaveitustokk hér í Garðabænum og það er segin saga að ég þarf að þrífa upp gommu af hundaskít eftir aðra hunda. Ég hef sjaldnast nóg af pokum til að þrífa allt upp enda ef ég hefði nóg af pokum myndi skíturinn þar duga mér í fullan innkaupapoka af skít.
Ég er einlæglega fylgjandi því að fólk sé sektað fyrir að hirða ekki upp eftir hundana sína en gallinn á því er sá að það yrði erfitt að framfylgja því. Því þegar maður finnur lortana er eigandinn á bak og burt fyrir löngu og svo sé ég ekki að lögreglan hafi tíma til að koma í hvert sinn sem maður sér till þegar eihver lætur sitt eftir liggja, fyrir utan vandkvæðin sem myndu fylgja því að halda viðkomandi á staðnum þangað til lögreglan kæmi


Ég var einmitt að ræða þessi hundaskíts mál við eldri dóttur mína í gærkvöldi og þá var ég einmitt að segja henni að maður ætti að gera eins og Jón Gnarr ráðleggur í lok greinarinnar. Ef maður sér hund vera að gera stykkin sín og enginn eigandi er með þá á maður að lokka hundinn til sín, hirða upp skítinn í poka og binda svo pokann við hálsólina á hundinum og senda hann með herlegheitinn heim. Ég er ekki viss um að ég sé eins hrifin af laxerolíu ráðinu en ég hló nú samt að tilhugsuninni.

Engin ummæli: