Héðan er lítið að frétta nema einhverjar heilsuleysissögur. Anna er með flensu og því hefur hún verið heima síðustu 3 daga. Hún er eithvað skárri í dag en ég hafði nú smá áhyggjur af henni í nótt. En þannig var að þegar hún andaði í nótt heyrðist í henni eins og kattarmal bara dáldið mikið hærra. Ég hélt fyrst að þetta væri Skotta í einhverju ofvirku mali en nei þetta kom frá Önnu. Ég reyndi eithvað að hagræða henni í rúminu en það breytti engu marrið hélt áfram. Frekar óhugnarlegt að heyra svona í fólki þegar það andar ég tek það fram þetta voru ekki hrotur heldur eithvert gums ofan í henni sem lét svona. Eeeeeekkkk ekki spennandi.
Ásdís er búin að vera hölt í rúmar 2 vikur núna við komumst loks að hjá lækni á miðvikudaginn. Hún sendi Ásdísi í röntgen en var búin að gefa upp hvað hún teldi ástæðuna sem röntgenmyndin staðfesti svo í dag. Þetta er einhverskonar álgastengd bólga og svoleiðis í/við vaxtarlínu þar sem vöðvafestan undir hnénu er. Þetta veldur verkjum og vanlíðan sem Ásdís hefur ekki farið varhluta af. Eina ráðið er að minka tímabundið álagið á hnéð og gefa henni bólgueyðandi. Hún fer því ekki í leikfimin næstu 2 vikurnar (er mjög sorgmædd yfir því, NOT) og má ekki gera neitt svona aukalega semm veldur álagi á hnéð. En hún á nú labba þetta venjulega bara ekki hlaupa eða slíkt.
Af mér er ekkert að frétta ég er bara búin að lifa einhverjum mataræðislegum ólifnaði og er ekki að ná mér uppúr sumarfríssukkinu. Ef heldur sem horfir enda ég á 0 punkti aftur í þeirri viðleitni minni til að minka umfang mitt i heiminum. Ergilegt að vera ekki sterkari á svellinu en svo að eitt heimskt sumarfrí eyðileggi allt.
Leó fer svo mikið úr hárum núna að ég er komin með nýtt rýjateppi á gólfið og við göngum öll í svörtum pels. Ég ryksuga einu sinni til tvisvar á dag og það sér nánast ekki högg á vatni. Ótrúlegt að hafa tekist að velja mér hund sem er svoldið ofvirkur og með athyglisbrest (sem er reyndar aðeins að eldast af honum), viðkvæmur í eyrum fyrir svæsinni eyrnabólgu og sennilega ofnæmissjúklingur í ofanálag. Kanski er hann með ofnæmi fyrir fólki svona rétt eins og sumt fólk hefur ofnæmi fyrir hundum.
Gletta tók upp á því aftur að færa okkur morgunverð í rúmið, við takmarkaða hrifningu okkar. Ég fjárfesti því í nýrri ól og 6 bjöllum í viðbót við þá sem var á ólinni. Gletta er nefnilega snillingur í að losa sig við ólar og aðra fylgihluti sem á hana eru settir. Núna keypti ég ól frá Rogz og tegundar heitið er ekki minna en Aristocats, hún eru úr mjúku gegnsæju plasti sem ég trúi bara ekki að hún geti náð henni af sér.
Aukakostur við þetta er að núna vitum líka alltaf hvar Gletta er þvílíkur bjöllukór þegar greyið hreyfir sig. Hér hefur ekki komið inn fugl síðan hún fékk þennan útbúnað 7,9,13.......... Neðst á þessari síðu má svo sjá mynd af gerseminni ásamt fagurri lýsingu á ólinni (nema ólin hennar Glettu er appelsínugul)
Rogz eru snilldar flottar hunda og katta vörur og set ég inn slóðina á síðuna þeirra fyrir áhugasama.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli