mánudagur, september 26, 2005

Haltibær

Ég held það sé óhætt að segja að Haltibær sé réttnefni á þessu heimli þessa dagana. Eins og áður hefur komið fram hefur Ásdís verið hölt síðustu vikur, en fer þó ört batnandi. Í dag tókst Árna Gunnari svo að detta um skólatösku í skólanum, skella hnénu í gólfið og togna. Hann er nú haltur og skakkur og á að hlífa fætinum næstu daga.

Ég skemti mér svo konunglega yfir Baugs Brasinu þessa dagana þetta er orðinn hin skemtilegasta sápuópera. Hver er að ná sér niður á hverjum, hver svaf hjá hverjum eða reyndi a.m.k. að sofa hjá einhverjum,hvað kosta vínberin, hver sendi hverjum hvað og afhverju, hver lumar á mest krassandi þjófstolna (elska þett orðskrípi)tölvupóstinum, keyptu Baugsfeðgar sláttuvél í útlöndum, eru allir eða enginn múlbundnir af vinnuveitendunum, fékk Jónína hvíta Audiinn eða 70 millurnar og hver fær verstu timburmennina. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu ég er orðin mest hrædd um að okkur endist ekki ævin í að sjá fyrir endann á þessari sápu.

Ég er alvarlega farin að íhuga þetta DDV dæmi ég sé svo marga í kringum mig vera að ná svo frábærum árangri með þessu mataræði. Ekki spilir svo fyrir að þetta er hérna i Garðabænum. Hef samt dálitlar áhyggjur af því að þetta sé svo mikð að elda og malla og það er bara fátt sem mér þykir leiðinlegra hmm...

Gaman að sjá hvað þær vinkonur mínar brugðust hratt og skemtilega við klukkinu :)

Geysp ég er að fara á næturvakt Geysp .......

Engin ummæli: