mánudagur, október 31, 2005

Vissu þið að ...

Það eru bara 4 vikur fram að aðventu eða nánar 3 vikur og 6 dagar. Ég er búin að fá vinnuskýrsluna mína og er að vinna á Jóladag og annan í jólum. En í staðin á ég frí á þorláksmessu,aðfangadag og svo gamlársdag og nýársdag. Ég er sko alveg sátt við þetta enda fengum við að velja okkur daga og ef vel gengi þyrftum við bara að taka 2 rauða daga hver og það gekk eftir. Það er svo gott hvað allir hafa mismunandi skoðanir á því hvenær er nauðsynlegt að eiga frí um jól og áramót. Sumir vilja endilega vinna á aðfangadagskvöld og aðrir vilja endilega vinna um áramótin. Ég vil helst ekki þorláksmessu og aðfangadag og helst ekki gamlárskvöld og nýársmorgun. Að öðruleyti er mér nokk sama um hvernig ég vinn þessa daga. Ég er ekki í miklu stuði fyir Jóladagsmorgni en það væri samt allt í lagi.


Jæja þá eru komnir 10 dagar án þess að ég hafi smakkað á hvítum sykri eða viðbættum sykri yfir höfðu og enn hef ég ekki notað hvítt hveiti nema í brauðskamti dagsins. Ég hef ekki heldur borðað kratöflur, pasta eða aðrara slíkar kolvetnabombur þær eru ekki á bannlista sem slíkar en ég þarf að skipta út ávexti fyrir 125 gr af þessu og ég tími því bara ekki. Ég hefði aldrei trúað að sykurfíkilinn ég hefði haldið út 10 daga án þess að fá minn skamt :) En það er ekki nokkur vafi að ég hef gott af þessari umbyltingu á mataræði því blóðþrýstingurinn er komin niður í 126/76 og hvíldarpúlsinn er 75 slög á mínútu og ég er ekki neinni líkamsrækt nema að elda og malla alla daga ;) Ég hef nú ekki verið með löggiltan háþrýsting en ég var að lóna á og upp undir gráa svæðinu og var allt að því að það er að vísu orðið dáldið síðan ég náði niður þrýstingnum en samt ekki eins vel og núna. Og samt er ég að innbyrgða koffein og dáldið af salti enþá svo sökinni má að öllum líkindum demba á sykurinn ég þoli hann greinilega ekki í jafn miklu magni og ég var að inbyrgða hann (rétt upp hend sá sem er hissa he he he).
Ég hefði líka aldrei trúað að ég fengist til að borða 4 ávexti á dag og þykja það gott he he he
Samt er ég nú búin að ákveða 2 daga fram í tímann (ef ég endist svo lengi) sem ég mun ekki borða samkvæmt þessu en það er Aðfangadagur og svo Gamlársdagur en þá ætla ég að borða með hinum :)
Ég geri mér fulla grein fyrir að 10 dagar eru sko ekki langur tími en það er samt meira en ég bjóst við af sjálfri mér og hver dagur sem vel gengur er mér stór sigur, hvað sem öðrum kann að finnast.

föstudagur, október 28, 2005

Foreldrar ARGH

Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að foreldrar eru vonlaus þjóðfélagstétt !! Mér er orðið ljóst að það er gersamlega vonlaust að eiga foreldra og síst betra að vera foreldri.

Vá hvað ég er ekki sátt við veðrið úti !! Þegar ég fór af stað í vinnuna í morgun (kl. 6:30) þá var eitt aumingjalegt snjókorn á ferðinni hér. Klukkutíma síðar var orðið ómögulegt að komast um höfðuborgarsvæðið fyrir skafrenningi og leiðindum. Öss ...

Nú er akkúrat vika þar til Singstar 80´s verður gefin út .....vona bara að þeim þóknist að byrja að selja hann hér þann dag. Mér til mikils ergelsis þá er ég víst á kvöldvakt þennan dag. En það verður þá bara þeim meira sungið allan laugardaginn he he he ...........

miðvikudagur, október 26, 2005

Rýrt var það heillin

Já heildar þyngdartap vikunnar var ansi rýrt þó mataræðið væri staðið upp á punkt og prik. Eftir heilmikla yfirferð á matardagbókinni og allskyns spurningar um mataræði vikunnar og ýmislegt annað þá þóttist Kristín finna var sökudólginn. En talið er að sökudólgurinn gangi undir nafninu Rósa frænka og mun víst geta spillt illa fyrir vigtunum með vökvanum sem hún tekur með sér í heimsókn. Heildra þyngdartap vikunnar vaðeins 200 gr. Onnur sem var þarna líka í fyrstu vigtun hafði lést um 3.9 kg þessa fyrstu viku **öfund** Svo var þarna fólk að léttatst og léttast þrátt fyrir allskonar svindl og læti. OJJJ hvað mér er illa við Rósu þessa stundina.
Best að fara og borða svoldið meira á langt í land með matarskamt dagsins enda hefur ýmislegt sett daginn úr skorðum hjá mér.

En ég neita alveg að láta þetta draga úr mér baráttu andann nú set ég stefnuna á 100% viku 2 og sýni vigtinni í tvo heimana næsta miðvikudag. Er ekki sagt að fall sé faraheill !!
Singstar 80´s

Já ég bíð sko spennt eftir 4. nóvember en þá kemur út nýr Singstar leikur og það er Singstar 80´s. Ég bíð spennt eftir honum !!

Hér er svo lagalistinn:

Culture Club: Karma Chameleon

Dexy's Midnight Runners: Come On Eileen

Vanilla Ice: Ice Ice Baby

Belinda Carlisle: Heaven is a Place on Earth

Simple Minds: Don't You (Forget About Me)

The Cure: Just Like Heaven

Nena: 99 Red Balloons

Frankie Goes to Hollywood: Power of Love

Blondie: Atomic

Kate Bush: Running up that Hill

Foreigner: I want to know what love is

Europe: The Final Countdown

Soft Cell: Tainted Love

Wham!: Wake me up before you go, go!

Pretenders: Brass in pocket

Billy Joel: Uptown Girl

Erasure: A little respect

Starship: We built this city

Katrina and the Waves: Walking on Sunshine

Amm er ekki frá því að það geti orðið gaman að spreyta sig á þessum lögum.
Stund sannleikanns ......

Já þá er að koma að því það er vigtun í dag **hrollur** ÉG kvíði eiginlega meira fyrir vigtuninni núna heldur en upphaflegu vigtuninni :s Fyrsta vigtun var ekkert spes kvíða efni vissi nánast á hverju var von (útkoman að vísu dáldið verri en ég hélt en það breytti ekki öllu). Vigtunin á eftir er aftur ámóti eftir heila viku þar sem ég hef staðið mataræðið upp á punkt og prik. Fyrstu dagarnir voru dáldið strembnir en svo allt í einu í fyrradag varð þetta ekkert mál og er þannig enn. Ég átta mig samt á því að ég á eftir að verða fyrir svakalegum vonbrigðum ef vigtin hefur ekki hreyfst neitt niður :s En ég læt nú samt ekki hugfallast og mun halda ótrauð áfram. Helsta vandamálið mitt núna er að klára skamtana ég þarf virkilega að pæla vel út svo ég hreinlega nái að borða allt sem ég á að borða en það hefur samt tekist ef undan skidir eru örfáir fituskamtar sem ég náði ekki að klára. Nú veitir mér ekki af nokkrum góðum hugsunum og krossuðum fingrum á eftir.
Svoldið skrítið að sykurfíkillin ég hef ekki smakkað sykurörðu alla vikuna. Ekki hef ég heldur borðað neitt hvítt hveiti, nema það sem leynist í þeim tveimur brauðsneiðum sem ég borða á dag. Kerfið var í nokkra daga að átta sig á hvernig ætti eigilega að funkera á ávaxtasykri eingöngu (borða 4 ávexti á dag) en hann áttaði sig loks á því á mánudagskvöldið og slenið og neikvæðnin rann af mér.
Annað sem ég varð fyrir í vikunni að gamalt magavesen tók sig upp en ég áttaði mig svo á því að ég hafði ekki étið neitt af Herbó Acidofilus og jurtatrefjunum og þar var lausnin á því komin. Ætla ekki að klikka á því aftur takk !!
Well best að skríða í háttinn og reyna að hvílast eithvað fyrir morgundaginn.

mánudagur, október 24, 2005

Hana nú

Heita vatnið er greinilega kvenkyns því það tók sér frí í dag á kvennafrídaginn og mun víst ekki koma úr fríi fyrr en í kvöld. Við sitjum hér með grýlukerti á nefinu og reynum að kynda upp húsið með kertum og bakaraofninum. Nokkrar kindur væru vel þegnar núna !! Vel valinn árstími til að senda heitavatnið í frí...hrmph...

Annars er ég að velta fyrir afhverju konur höfðu kvennafrídaginn ekki á öðrum árstíma það er bara ekki gaman að standa niðri í miðbær reykjavíkur í ísköldum garranum. Hefði ekki verið ráð að hafa kvennarfrídaginn þegar von er á meiri hlýindum ?? Allavega vona ég að kvennafrídagurinn gangi vel og mætingin verði góð í bæinn. Kynbundinn launamunur er alveg óþolandi !!

Ekki fórum við mæðgurnar í bæinn en börnin mín eru búin að taka virkan þátt í því að hafa hátt á þessum dýrðar degi. Mig langara í eyrnatappa !

sunnudagur, október 23, 2005

Fjölmiðla flensan

Hvað er málið með fjölmiðla þessa dagana þeir eru að missa sig í flensufréttum. Öll heimsbyggðin veit það ef andarungi deyr í norður Svíþjóð eða páfagaukur í Bretlandi. Vá hvað ég vona að þeir fari að verða leiðir á þessu það er ekki horfandi á fréttatíma lengur fyrir þessu. Ef þetta væri orðin alvöru faraldur mætti fara að flytja fréttir af þessu en en að blása það upp með langri frétt ef það deyr fugl einhverstaðar er alveg út í hött. Alltaf skal líka tekið fram að flensan hafi drepið 60 manns í Asíu hafa þeir gert sér grein fyrir hvað búa margir í Asíu ? Ég á ekki von á að 60 manns nái upp í 1% íbúafjölda allrar Asíu hvað þá landanna þar sem þetta óheppna fólk bjó. Ég er orðin ógeðslega leið á þessu ég verð bara að játa það. Þetta geriri lítið annað en að hræða líftóruna úr börnum landsins.

Mér hefur gengið ljómandi vel að borða samkvæmt DDV ég hef ekki snert vörur með sykri síðan á miðvikudag. Ég var með strákapartý hér í gær með öllu tilheyrandi og lét kókið og allt annað sykurgos alveg vera. Ég borðaði heldur ekki nammið en ég lét eftir mér 3 munnbita af margarita pizzu en fannst hún bara ekkert góð :s Ég held samt að í gærkvöldi hafi minn ástkæri líkami fattað að það var engan sykur að fá ég varð alveg heilalaus (samt var ég nýbúin með stóran skamt af ávaxtasallati) og ég var alveg búin á því kl. 22:30 og sofnaði fljótlega eftir það og svaf með örsmá hléum (vegna Önnu) til hádegis í dag. Ég var algerlega rotuð og ætlaði ekki að hafast á fætur. Ég held að þett sé vegna þess að líkaminn er að læra að finna aðra orku en unnin kolvetni og hann er ekki alveg að ná þessu :) Mér skilst að það taki 5 daga að ná blóðsykurjafnvæginu sem kemur brennslunni af stað og veitir manni endalausa orku núna er ég á degi 4 svo ég bíð spennt. Ég upplifi þetta dáldið þannig að ég sé að læra að borða alveg upp á nýtt. Ég elda og malla meira en ég hef nokkurntímann gert er sífellt að velta fyrir mér hvað skal borða næst og ofan finns mér ég síétandi. Ég var nú ekki vön að vera síétandi átti frekar til að gleyma því alveg.

Anna greyið er útsteypt í bólum algerlega allstaðar en hefur verið ótrúlega hress á daginn. Hún er yfirleytt hitalaus á daginn en undir kvöld er hún komin yfir 38° í hita. Hún á líka voða bágt á kvöldin þá er hún ósköp lítil í sér og vaknar stundum upp á næturnar og kveinkar sér smá en það stendur sem betur fer ekki lengi. En blessað bóluferlið getur víst tekið 3 - 6 daga og svo fer þetta að lagast smátt og smátt svo við bíðum spennt eftir því.

föstudagur, október 21, 2005

Og það var mark.........

Já það ber ekki á öðru en að hlaupabólan hafi hitt í mark og í gærkvöldi fóru litlir rauðir dílar að láta á sér kræla hjá Önnu. Í dag eru svo komnir litlir klasar af bólum hér og þar um líkamann. Nú tekur við bið eftir að þetta gangi yfir. Hið ergilega er að við ætluðum að halda upp á afmælið hans Árna á morgun. Við tókum þá ákvörðun að halda bekkjar afmælið sem mun taka 2 tíma á morgun (búið að bjóða öllum og spenningurinn ógurlegur) en öðrum hátíðarhölum er hér með aflýst um óákveðinn tíma.

fimmtudagur, október 20, 2005

Dagur 1

Mér líður eins og úttroðinni jólagæs eftir daginn !! Ég get svo svarið fyrir það að ég hef aldrei á minni lífsfæddri æfi borðað jafn mikið og ég gerði í dag. Ég borðaði sem sagt eftir DDV í dag og þvílíkt magn, það hreinlega brestur í saumunum. Ég verð nú að játa að mér finnst þetta nú dáldið yfirþyrmandi og flókið en það er víst alveg eðlilegt til að byrja með. Það er aðallega að þurfa að vitgta nánast allt sem ofan í mann fer og þurfa að boðra ákveðnar tegundir af mat. En með góðu skipulagi hefst þetta örugglega ég ætla allavega að gera þetta og sjá hvernig gengur að komas skikki á þetta.

miðvikudagur, október 19, 2005

Hin fullkomna hefnd

Já ég er ekki frá því að maðurinn sem skildi kyrkislöngu eftir í klósetti í fjölbýlishúsi í Bretlandi hafi fundið hina fullkomnu hefnd. Slöngu greyið er svo búin að þvælast í klóakk kerfinu í blokkinni í 3 mánuði. Dauðhræddir íbúarnir búnir að fergja niður klósettlokin með múrsteinum svo kvikindið mæti ekki inn á gólf hjá þeim. Að vísu hefur slöngugreyið gert gagn á meðan með því að éta allar rotturnar sem annars hefðu komið upp úr klóakkinu hjá sama fólki. Vá myndi ég þora á klósett þar sem ég ætti von á kyrkislöngu. En allavega þarna er komin hugmynd að því hverngi maður á að hefna sín á þeim sem manni er ekki vel við.


Ég fór á námskeið um notkun og viðhald á suðu og sótthreisunarpottum í gær. Þvílík snilld ég lærði alveg helling. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað maður veit lítið um þau tæki sem maður er að nota oft á dag í vinnunni. Núna er að skella á okkur reglugerð sem tekur til þessara tækja og hvernig skal nota þau og sjá til að þau virki. Við erum tvær af minni deild sem vorum sendar á námskeiðið og eigum að bera ábyrgð á þessum málum. Ég sé nú að þetta verður mikið stuð. Það þarf að gera sýkingaráhættumat á deildini og það mun svo ráða hversu oft við þurfum að prófa hvort græjurnar okkar virkilega virka,prófa þarf græjurnar allt frá einu sinni á ári upp í fjórum sinnum á ári. Skolpottinn er nú tiltölulega einfalt að prófa en verra er með hinn pottin en mér hrýs nú dáldið hugur við því prófi. Prófið fer þannig fram að það þarf að finna 90 áhöld dýfa þeim í blóð og láta þorna í 2 tíma svo eru áhöldin þveginn og sótthreinsuð í vélinni og árangurinn athugaður. Þetta þarf að gera tvisvar í röð, jeij ég get ekki beðið eftir þessu blóðsulli NOT.
Á námskeiðinu voru okkur svo sagðar allskyns hryllings sögur eins og til dæmis af sótthreinsunar málum heilbrigðis kerfisins í Rúmeníu. "Sótthreinsunin" þeirra fer fram í köldu kranavatni í emileruðu vaskafati og til að hreisa áhöldin er notaður þessi fíni naglabursti sem ekki er hreinsaður úr þessu sama vatni á milli verka. Þetta er svona m.a. á hjarta og lungnaskurðdeild á sjúkrahúsi í Bukarest, loksins er ég farin að skilja nafnið á þessari blessuðu borg. Ekki er girnilegt að fara á sjúkrahús þarna enda fá 60% þeirra sem fara í aðgerðir þarna sýkingu og af þeim deyja 40%. Fólkið fær að vera í 2 daga inn á spítalanum eftir aðgerð og er ekki sinnt af heilbrigðisstarfsmönnum á meðan heldur eru ættingjarnir láttnir sjá um þá. Svo er liðið bara sent heim. Mikið má maður nú vera glaður að hafa fæðst á þessu kalda skeri á mörkum hins byggilega heims. En sú sem var með námskeiðið er sænskur hjúkrunarfræðingur sem vinnur fjá Gettinge Academy sem er fræðslumiðstöð Gettinge sem er stærsti framleiðandi sótthreinsunar tækja og fleiri lækninga tækja í heiminum. Hún sagði okkar að fyrri nokkru var hún á ráðstefnu um sýkingar og sýkingarvarnir og þar kom fram að Ísland væri sérstaklega vel sett hvað spítalasýkingar varðaði við værum með einstakelga lága prósentu af sjúkrahústengdum sýkingum. Húrra fyrir Íslendingum með það. Eins gallað og heilbrigðiskerfið okkar er þá erum við samt að gera góða hluti.

Mikið gat ég skemt mér í vikunni yfir greininni sem 12 ára stelpan skrifaði um hvernig við fullorðnafólkið ættum að haga okkru til að gera heiminn betri. Þarna er greinilega kominn pólitíkus framtíðarinnar ....verst að hún er framsóknarmanneskja og því ekki víst að hún komist að ef heldur sem horfir, framsókn virðist vera að þurkast út.

Ég er búin að ná nýjum áfanga í heimilishaldi hér heimilið er búið að líta út eins og mannabústaður í á aðra viku. Ekki nóg með það heldur hafa krakkarnir staðið sig eins og hetujur við að aðstoða við að halda heimilinu í horfinu. Mér tókst líka að fá Guðna til að taka til og henda kössum og dóti sem ekki hafa verið hreyfðir í 2 ár + , þetta var stór sigur. Núna er bara halda dampi og sjá til þess að hlutirnir haldist svona.

Ég ætla að skella mér á fund hjá Íslensku vigtarráðgjöfunum í kvöld og sjá útá hvað þetta allt gengur hjá þeim og hvort þetta er eithvað sem hentar mér. Fólk í kringum mig er að hverfa hratt og örugglega á þessu mataræði, sem dæmi má nefna Ólafíu en hún er að standa sig frábærlega.

Enn er ekkert farið að bóla á hlaupabólunni sem var yfirvofandi hér það eru að vísu fjórir dagar í að hættuástandi verði aflýst. En meðgöngu tími hlaupabólu eru 10 til 14 dagar svo það er alveg að verða yfirstaðið. Ég verð nú að viðurkenna að ég verð svoldið hissa ef Anna sleppur í þetta sinn. Það hefði líka verið gott fyrir hana að drífa þetta af því eftir því sem maður er eldri því verra er það að fá hlaupabóluna.

Jæja best að skutla Árna í handboltann.

P.S. Biðst afsökunar ef þetta er stútfullt af innsláttarvillum en ég skrifa þetta á ferðavélina og ég og ferðatölvur eigum bara ekki samleið.

mánudagur, október 10, 2005

Nú er frost á Fróni .....

....frýs í æðum blóð eða svona allt að því bara. Ofsalega er óþægilegt að koma út að morgni dags og það er frost og rok, okkur Önnu varð bara kalt inn að beini þegar við komum út i morgun. Norðangarrinn alsráðandi hver bað um það ég bara spyr. En það má heldur ekki gleyma að dagurinn í gær var eins og haustdagar geta orðið bestir bjartur og fallegur. Það eru akkúrat dagar eins og í gær sem eru í algeru uppáhaldi hjá mér, meira uppáhaldi en hlýjir sumardagar.

Hér vofir yfir hlaupabólufár en 5 börn á deildinni hennar Önnu hafa þegar fengið hlaupabóluna og er því orðið ansi líklegt að Anna næli sér í hana. Það þarf eiginlega eithvert kraftaverk til að hún fái hlaupabóluna ekki. Ég er reyndar frekar hlynnt því að hún ljúki þessu af sem fyrst því það er skárra að fá þetta meðan maður er á besta aldri. Það er ekkert sniðugt að geyma þetta fram á fullorðins ár.

Á barnalandi rak ég augun í umræðu um skondin mannanönfn og þar fann ég lokisins aftur nafasamsetninguna sem ég hafði hlegið sem mest að hér um árið. En það er nafnið Lind Ýr, jamm það er einstaklega óheppileg samsetning. Annað sem mér fannst óborganlega fyndið var samsetningin Egill Daði .... prófið að beygja þau saman ... Ekki endilega slæm samsetning en bara dáldið fyndin í eignarfallinu. Ég ætla að fara til ......
Mist Eik og Línus Gauti eru náttúrlega orðin ódauðleg í Stelpunum og tókst næstum að drepa mig úr hlátri þegar tríóið í mannanafnanefndinni þar var að fara yfir umsóknirnar.
Það undarlega er samt þegar listar yfir nöfn sem mannanafnanefnd Íslands hefur hafnað þá eru þau mörg ekki nærri því eins stingandi og skrítin eins og nöfnin sem hafa verið leyfð. Ég skil að vísu vel að mannanafnanefnd hafi hafnað nöfnum eins og Járnsíða, Finngálkn, Dúnhaugur og Fryolf. Stundum hallast ég hreinlega að því að sumu fólki þyki barasta ekkert vænt um börnin sín, að vilja senda barn út í lífið með nafnið Dúnhaugur er barasta ekki alveg í lagi. En ég get nú samt ekki sagt að mér finnist sum nöfnin sem hafa verið leyfð mikið betri s.s. stúlknanafnið Etna má að vísu rökfæra að úr því það má skíra Hekla sé komin hefð fyrir eldfjalla nöfnum en samt.. Nöfnin Egedía,Irmý,Tala,Austar,Engill,Ubbi,Váli,Vorm finnast mér nú ekki alveg nöfn sem ég gæti hugsað mér að nota þó svo ég megi það. Á slóðinni http://www.rettarheimild.is/mannanofn/ er hægt að skoða þessi blessðu nöfn bæði leyfileg og óleyfileg.

Ég skellti mér á Videóleiguna seint á laugardagskvöldið tók Í takt við tímann mikið er ég fegin því að hafa ekki borgað mig inn á hana í bíó. Mér leiddist að vísu aldrei en ég notaði mér það dáldið að geta spólað yfir sum atriðin. Legg til að fólk bíði eftir að hún verði sýnd í sjónvarpinu.

miðvikudagur, október 05, 2005




Raul um bumbubaul

Já orð Bangsimons eiga vel við í dag en áttu reyndar enn betur við í gær ég fékk svona skemtilega magakveisu og lá óvíg heima í gær. Held að þetta sé einhver flensuangi þar sem ég er búin að vera með höfuð og beinverki síðan maginn skánaði. Ásdís kom snemma heim úr skólanum í gær með hita og höfuðverk og láum við tvær saman í eymdinni. En eins og grislíngur sagði "það er svo mikið vinalegra þegar maður er ekki einn". Ásdís hristi þetta snarlega af sér og mætti galvösk í skólann í dag.

Nú er heldur farið að styttast í samræmduprófin hjá krökkunum en þau taka bæði samræmdpróf þetta árið. Spennan magnast jafnt og þétt og verður sennilega orðin óbærileg þegar 20. október rennur upp. Hefði verið sniðugt að haga því þannig í barneignum að það séu ekki 2 eða fleiri að taka samræmdpróf í einu, man það í næsta lífi. Það þýðir að það hafa meira en 3 ár á milli barna eða minna en þrjú ár, ég mæli þó ekki endilega með því.

Ég var að lesa moggan í morgun rak augun í dálkinn fyrir ofan dagskrána þar sem einhver ágætur pistlahöfundur skammast yfir dagskránni í sjónvarpinu. Hann er eithvað pirraður m.a. á Kallakaffi sem RÚV sýnir á laugardagskvöldum. Ég skil hann svo sem vel ekki það að Kallakaffi kássast ekkert upp á mig en ég hef nú svo sem ekki horft á þættina mér til gamans. Ég glotti að vísu að atriðinu þar sem Kalli var að kaupa þvottavélina en það dugði mér bara í glott. Það eina sem virkilega pirrar mig við Kallakaffi er dósahláturinn sem þeir nota til að láta mann vita hvenær er ætlast til þess að maður hlæi. Mér finnst svoldið dapurt að þáttargerðarmennirnir hafi ekki meiri trú á þáttunum en svo að þeir verði að láta vita hvenær eithvað er fyndið. Ekki man ég til þess að það sé svona dósahlátur í Stelpunum enda hef ég verið svo upptekin af því að hlæja af sjálfsdáðum að ég hef bara ekki gefið mér tíma til að taka eftir því. En ég er enn ekki farin að skilja hryllingsfréttastofuna, útskýringar óskast takk. Annars finnst mér flest í Stelpunum fyndið og á til að fá krampa úr hlátri. Það eina sem ég hef virkilega út á Stelpurnar að setja er tímasetningin en þær eru ekki beint við barna hæfi, full grófar, því þyrftu þær helst að vera dáldið seinna á kvöldin.

Fyrir ykkur sem ekki vissuð það þá er Guðni kominn með nýtt blogg þar sem hann meðal ananrs svaraði klukkinu góða.
  • Guðni
  • laugardagur, október 01, 2005

    Cabarett

    Fór út að borða og í leikhús með mínum ástkæru vinnufélögum. Við skelltum okkur að borða á Caruso mmmmmmmmmmm góður matur og fínt verð, mæli einlæglega með Caruso. Matseðilinn er svo fjölbreyttur að allir finna eithvað við sitt hæfi og svo er verðbilið ansi breitt líka. Eftir matinn skelltum við okkur í Íslensku Óperuna að sjá kabarett. Ekki veit ég alveg hvað skal segja um Kabarett ég þjáist mjög af blendnum tilfinningum. Þórunn er GÓÐ og Magnús Jónsson í hlutverki Kabarettstjórans er bara brilliant. Aftur á móti kunni ég t.d. ekki við Eddu Þórarinsdóttur, hún lék vel en mig langaði óheyrilega í mute eða fastforward takka þegar hún fór að syngja **hrollur** Bogi Garðarsson er fínn leikar og flottur karl en seldi mér ekki alveg að hann væri ávaxtasali af gyðingaættum, geri mér ekki alveg grein fyrir afhverju. Mér fannst Jóhannes Haukur nokkuð góður honum tókst allavega ekkert að fara í taugarnar á mér.
    Sum atriðin í verkinu fóru eithvað svo í mig kanski er ég bara svona mikil tepra en ég var ekki alveg að höndla öll transvestite, gay groddalegu atriðin ég skil ekki alveg afhverju það var að bögga mig svona mikið. Hef séð margt miklu "verra" sem böggaði mig ekki neitt **Hux,hux,hux** Ég sé ekki eftir að hafa farið en verkið heillaði mig samt ekki, átti fína spretti en náði sér samt ekki alveg á flug það vantar eithver Úmpfh. Söguþráðurinn er frekar þunnur og maður nær ekki alveg að finna til með aðalsöguhetjunum. Eini karakterinn sem náði til mín var Kabarettstjórinn en hann spilaði á alla tilflinngaflóruna sem ég á til og fyrir mér hélt hann sýningunni uppi ásamt söng Þórunnar Lár.
    Eftir leikritið fórum við á B5 sem er hinn notalegast kaffibar í Bankastrætinu. Mig langar að fara aftur þangað því ég rak augun í matseðilinn þeirra sem er bar mjög girinlegur. Og ekki minnkaði mataráhuginn þegar annar þjónnin sagði með mikilli sannfæringu að maturinn þarna væri SVAKALEGA góður. Ég lét duga að smakka Swiss Mokkað hjá þeim sem var barasta alveg ljómandi gott. Ekki spillti svo fyrir að drengirnir sem þjóna til borðs eru afskaplega huggulegir að sjá ;)

    Ég heyrði í vikunni lag með Bjarna Ara sem er gjörsamlega límt á heilann á mér og neitar að fara. Þetta er bigband útgáfa af gömlu lagi sem ég veit ekki hvað heitir en textinn er eithvað á þessa leið..........I don´t want to rock your mama, I don´t want to roll your father all I want to do is hurry home ............. Þetta kemur skemtilega út í svona bigbandstíl. Eins er ég kolfallin fyrir lögunum Farin með Bogomil Font og Allur lurkum laminn með Bjarna Ara í þessum sama stíl. Farinn batnaði heil ósköp í höndum Bogomil.

    Jæja best að fara að halla sér svo morgundagurinn verði ekki alveg ónýtur.