Fjölmiðla flensan
Hvað er málið með fjölmiðla þessa dagana þeir eru að missa sig í flensufréttum. Öll heimsbyggðin veit það ef andarungi deyr í norður Svíþjóð eða páfagaukur í Bretlandi. Vá hvað ég vona að þeir fari að verða leiðir á þessu það er ekki horfandi á fréttatíma lengur fyrir þessu. Ef þetta væri orðin alvöru faraldur mætti fara að flytja fréttir af þessu en en að blása það upp með langri frétt ef það deyr fugl einhverstaðar er alveg út í hött. Alltaf skal líka tekið fram að flensan hafi drepið 60 manns í Asíu hafa þeir gert sér grein fyrir hvað búa margir í Asíu ? Ég á ekki von á að 60 manns nái upp í 1% íbúafjölda allrar Asíu hvað þá landanna þar sem þetta óheppna fólk bjó. Ég er orðin ógeðslega leið á þessu ég verð bara að játa það. Þetta geriri lítið annað en að hræða líftóruna úr börnum landsins.
Mér hefur gengið ljómandi vel að borða samkvæmt DDV ég hef ekki snert vörur með sykri síðan á miðvikudag. Ég var með strákapartý hér í gær með öllu tilheyrandi og lét kókið og allt annað sykurgos alveg vera. Ég borðaði heldur ekki nammið en ég lét eftir mér 3 munnbita af margarita pizzu en fannst hún bara ekkert góð :s Ég held samt að í gærkvöldi hafi minn ástkæri líkami fattað að það var engan sykur að fá ég varð alveg heilalaus (samt var ég nýbúin með stóran skamt af ávaxtasallati) og ég var alveg búin á því kl. 22:30 og sofnaði fljótlega eftir það og svaf með örsmá hléum (vegna Önnu) til hádegis í dag. Ég var algerlega rotuð og ætlaði ekki að hafast á fætur. Ég held að þett sé vegna þess að líkaminn er að læra að finna aðra orku en unnin kolvetni og hann er ekki alveg að ná þessu :) Mér skilst að það taki 5 daga að ná blóðsykurjafnvæginu sem kemur brennslunni af stað og veitir manni endalausa orku núna er ég á degi 4 svo ég bíð spennt. Ég upplifi þetta dáldið þannig að ég sé að læra að borða alveg upp á nýtt. Ég elda og malla meira en ég hef nokkurntímann gert er sífellt að velta fyrir mér hvað skal borða næst og ofan finns mér ég síétandi. Ég var nú ekki vön að vera síétandi átti frekar til að gleyma því alveg.
Anna greyið er útsteypt í bólum algerlega allstaðar en hefur verið ótrúlega hress á daginn. Hún er yfirleytt hitalaus á daginn en undir kvöld er hún komin yfir 38° í hita. Hún á líka voða bágt á kvöldin þá er hún ósköp lítil í sér og vaknar stundum upp á næturnar og kveinkar sér smá en það stendur sem betur fer ekki lengi. En blessað bóluferlið getur víst tekið 3 - 6 daga og svo fer þetta að lagast smátt og smátt svo við bíðum spennt eftir því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli