miðvikudagur, október 19, 2005

Hin fullkomna hefnd

Já ég er ekki frá því að maðurinn sem skildi kyrkislöngu eftir í klósetti í fjölbýlishúsi í Bretlandi hafi fundið hina fullkomnu hefnd. Slöngu greyið er svo búin að þvælast í klóakk kerfinu í blokkinni í 3 mánuði. Dauðhræddir íbúarnir búnir að fergja niður klósettlokin með múrsteinum svo kvikindið mæti ekki inn á gólf hjá þeim. Að vísu hefur slöngugreyið gert gagn á meðan með því að éta allar rotturnar sem annars hefðu komið upp úr klóakkinu hjá sama fólki. Vá myndi ég þora á klósett þar sem ég ætti von á kyrkislöngu. En allavega þarna er komin hugmynd að því hverngi maður á að hefna sín á þeim sem manni er ekki vel við.


Ég fór á námskeið um notkun og viðhald á suðu og sótthreisunarpottum í gær. Þvílík snilld ég lærði alveg helling. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað maður veit lítið um þau tæki sem maður er að nota oft á dag í vinnunni. Núna er að skella á okkur reglugerð sem tekur til þessara tækja og hvernig skal nota þau og sjá til að þau virki. Við erum tvær af minni deild sem vorum sendar á námskeiðið og eigum að bera ábyrgð á þessum málum. Ég sé nú að þetta verður mikið stuð. Það þarf að gera sýkingaráhættumat á deildini og það mun svo ráða hversu oft við þurfum að prófa hvort græjurnar okkar virkilega virka,prófa þarf græjurnar allt frá einu sinni á ári upp í fjórum sinnum á ári. Skolpottinn er nú tiltölulega einfalt að prófa en verra er með hinn pottin en mér hrýs nú dáldið hugur við því prófi. Prófið fer þannig fram að það þarf að finna 90 áhöld dýfa þeim í blóð og láta þorna í 2 tíma svo eru áhöldin þveginn og sótthreinsuð í vélinni og árangurinn athugaður. Þetta þarf að gera tvisvar í röð, jeij ég get ekki beðið eftir þessu blóðsulli NOT.
Á námskeiðinu voru okkur svo sagðar allskyns hryllings sögur eins og til dæmis af sótthreinsunar málum heilbrigðis kerfisins í Rúmeníu. "Sótthreinsunin" þeirra fer fram í köldu kranavatni í emileruðu vaskafati og til að hreisa áhöldin er notaður þessi fíni naglabursti sem ekki er hreinsaður úr þessu sama vatni á milli verka. Þetta er svona m.a. á hjarta og lungnaskurðdeild á sjúkrahúsi í Bukarest, loksins er ég farin að skilja nafnið á þessari blessuðu borg. Ekki er girnilegt að fara á sjúkrahús þarna enda fá 60% þeirra sem fara í aðgerðir þarna sýkingu og af þeim deyja 40%. Fólkið fær að vera í 2 daga inn á spítalanum eftir aðgerð og er ekki sinnt af heilbrigðisstarfsmönnum á meðan heldur eru ættingjarnir láttnir sjá um þá. Svo er liðið bara sent heim. Mikið má maður nú vera glaður að hafa fæðst á þessu kalda skeri á mörkum hins byggilega heims. En sú sem var með námskeiðið er sænskur hjúkrunarfræðingur sem vinnur fjá Gettinge Academy sem er fræðslumiðstöð Gettinge sem er stærsti framleiðandi sótthreinsunar tækja og fleiri lækninga tækja í heiminum. Hún sagði okkar að fyrri nokkru var hún á ráðstefnu um sýkingar og sýkingarvarnir og þar kom fram að Ísland væri sérstaklega vel sett hvað spítalasýkingar varðaði við værum með einstakelga lága prósentu af sjúkrahústengdum sýkingum. Húrra fyrir Íslendingum með það. Eins gallað og heilbrigðiskerfið okkar er þá erum við samt að gera góða hluti.

Mikið gat ég skemt mér í vikunni yfir greininni sem 12 ára stelpan skrifaði um hvernig við fullorðnafólkið ættum að haga okkru til að gera heiminn betri. Þarna er greinilega kominn pólitíkus framtíðarinnar ....verst að hún er framsóknarmanneskja og því ekki víst að hún komist að ef heldur sem horfir, framsókn virðist vera að þurkast út.

Ég er búin að ná nýjum áfanga í heimilishaldi hér heimilið er búið að líta út eins og mannabústaður í á aðra viku. Ekki nóg með það heldur hafa krakkarnir staðið sig eins og hetujur við að aðstoða við að halda heimilinu í horfinu. Mér tókst líka að fá Guðna til að taka til og henda kössum og dóti sem ekki hafa verið hreyfðir í 2 ár + , þetta var stór sigur. Núna er bara halda dampi og sjá til þess að hlutirnir haldist svona.

Ég ætla að skella mér á fund hjá Íslensku vigtarráðgjöfunum í kvöld og sjá útá hvað þetta allt gengur hjá þeim og hvort þetta er eithvað sem hentar mér. Fólk í kringum mig er að hverfa hratt og örugglega á þessu mataræði, sem dæmi má nefna Ólafíu en hún er að standa sig frábærlega.

Enn er ekkert farið að bóla á hlaupabólunni sem var yfirvofandi hér það eru að vísu fjórir dagar í að hættuástandi verði aflýst. En meðgöngu tími hlaupabólu eru 10 til 14 dagar svo það er alveg að verða yfirstaðið. Ég verð nú að viðurkenna að ég verð svoldið hissa ef Anna sleppur í þetta sinn. Það hefði líka verið gott fyrir hana að drífa þetta af því eftir því sem maður er eldri því verra er það að fá hlaupabóluna.

Jæja best að skutla Árna í handboltann.

P.S. Biðst afsökunar ef þetta er stútfullt af innsláttarvillum en ég skrifa þetta á ferðavélina og ég og ferðatölvur eigum bara ekki samleið.

Engin ummæli: