laugardagur, október 01, 2005

Cabarett

Fór út að borða og í leikhús með mínum ástkæru vinnufélögum. Við skelltum okkur að borða á Caruso mmmmmmmmmmm góður matur og fínt verð, mæli einlæglega með Caruso. Matseðilinn er svo fjölbreyttur að allir finna eithvað við sitt hæfi og svo er verðbilið ansi breitt líka. Eftir matinn skelltum við okkur í Íslensku Óperuna að sjá kabarett. Ekki veit ég alveg hvað skal segja um Kabarett ég þjáist mjög af blendnum tilfinningum. Þórunn er GÓÐ og Magnús Jónsson í hlutverki Kabarettstjórans er bara brilliant. Aftur á móti kunni ég t.d. ekki við Eddu Þórarinsdóttur, hún lék vel en mig langaði óheyrilega í mute eða fastforward takka þegar hún fór að syngja **hrollur** Bogi Garðarsson er fínn leikar og flottur karl en seldi mér ekki alveg að hann væri ávaxtasali af gyðingaættum, geri mér ekki alveg grein fyrir afhverju. Mér fannst Jóhannes Haukur nokkuð góður honum tókst allavega ekkert að fara í taugarnar á mér.
Sum atriðin í verkinu fóru eithvað svo í mig kanski er ég bara svona mikil tepra en ég var ekki alveg að höndla öll transvestite, gay groddalegu atriðin ég skil ekki alveg afhverju það var að bögga mig svona mikið. Hef séð margt miklu "verra" sem böggaði mig ekki neitt **Hux,hux,hux** Ég sé ekki eftir að hafa farið en verkið heillaði mig samt ekki, átti fína spretti en náði sér samt ekki alveg á flug það vantar eithver Úmpfh. Söguþráðurinn er frekar þunnur og maður nær ekki alveg að finna til með aðalsöguhetjunum. Eini karakterinn sem náði til mín var Kabarettstjórinn en hann spilaði á alla tilflinngaflóruna sem ég á til og fyrir mér hélt hann sýningunni uppi ásamt söng Þórunnar Lár.
Eftir leikritið fórum við á B5 sem er hinn notalegast kaffibar í Bankastrætinu. Mig langar að fara aftur þangað því ég rak augun í matseðilinn þeirra sem er bar mjög girinlegur. Og ekki minnkaði mataráhuginn þegar annar þjónnin sagði með mikilli sannfæringu að maturinn þarna væri SVAKALEGA góður. Ég lét duga að smakka Swiss Mokkað hjá þeim sem var barasta alveg ljómandi gott. Ekki spillti svo fyrir að drengirnir sem þjóna til borðs eru afskaplega huggulegir að sjá ;)

Ég heyrði í vikunni lag með Bjarna Ara sem er gjörsamlega límt á heilann á mér og neitar að fara. Þetta er bigband útgáfa af gömlu lagi sem ég veit ekki hvað heitir en textinn er eithvað á þessa leið..........I don´t want to rock your mama, I don´t want to roll your father all I want to do is hurry home ............. Þetta kemur skemtilega út í svona bigbandstíl. Eins er ég kolfallin fyrir lögunum Farin með Bogomil Font og Allur lurkum laminn með Bjarna Ara í þessum sama stíl. Farinn batnaði heil ósköp í höndum Bogomil.

Jæja best að fara að halla sér svo morgundagurinn verði ekki alveg ónýtur.

Engin ummæli: