miðvikudagur, október 05, 2005




Raul um bumbubaul

Já orð Bangsimons eiga vel við í dag en áttu reyndar enn betur við í gær ég fékk svona skemtilega magakveisu og lá óvíg heima í gær. Held að þetta sé einhver flensuangi þar sem ég er búin að vera með höfuð og beinverki síðan maginn skánaði. Ásdís kom snemma heim úr skólanum í gær með hita og höfuðverk og láum við tvær saman í eymdinni. En eins og grislíngur sagði "það er svo mikið vinalegra þegar maður er ekki einn". Ásdís hristi þetta snarlega af sér og mætti galvösk í skólann í dag.

Nú er heldur farið að styttast í samræmduprófin hjá krökkunum en þau taka bæði samræmdpróf þetta árið. Spennan magnast jafnt og þétt og verður sennilega orðin óbærileg þegar 20. október rennur upp. Hefði verið sniðugt að haga því þannig í barneignum að það séu ekki 2 eða fleiri að taka samræmdpróf í einu, man það í næsta lífi. Það þýðir að það hafa meira en 3 ár á milli barna eða minna en þrjú ár, ég mæli þó ekki endilega með því.

Ég var að lesa moggan í morgun rak augun í dálkinn fyrir ofan dagskrána þar sem einhver ágætur pistlahöfundur skammast yfir dagskránni í sjónvarpinu. Hann er eithvað pirraður m.a. á Kallakaffi sem RÚV sýnir á laugardagskvöldum. Ég skil hann svo sem vel ekki það að Kallakaffi kássast ekkert upp á mig en ég hef nú svo sem ekki horft á þættina mér til gamans. Ég glotti að vísu að atriðinu þar sem Kalli var að kaupa þvottavélina en það dugði mér bara í glott. Það eina sem virkilega pirrar mig við Kallakaffi er dósahláturinn sem þeir nota til að láta mann vita hvenær er ætlast til þess að maður hlæi. Mér finnst svoldið dapurt að þáttargerðarmennirnir hafi ekki meiri trú á þáttunum en svo að þeir verði að láta vita hvenær eithvað er fyndið. Ekki man ég til þess að það sé svona dósahlátur í Stelpunum enda hef ég verið svo upptekin af því að hlæja af sjálfsdáðum að ég hef bara ekki gefið mér tíma til að taka eftir því. En ég er enn ekki farin að skilja hryllingsfréttastofuna, útskýringar óskast takk. Annars finnst mér flest í Stelpunum fyndið og á til að fá krampa úr hlátri. Það eina sem ég hef virkilega út á Stelpurnar að setja er tímasetningin en þær eru ekki beint við barna hæfi, full grófar, því þyrftu þær helst að vera dáldið seinna á kvöldin.

Fyrir ykkur sem ekki vissuð það þá er Guðni kominn með nýtt blogg þar sem hann meðal ananrs svaraði klukkinu góða.
  • Guðni
  • Engin ummæli: