mánudagur, október 10, 2005

Nú er frost á Fróni .....

....frýs í æðum blóð eða svona allt að því bara. Ofsalega er óþægilegt að koma út að morgni dags og það er frost og rok, okkur Önnu varð bara kalt inn að beini þegar við komum út i morgun. Norðangarrinn alsráðandi hver bað um það ég bara spyr. En það má heldur ekki gleyma að dagurinn í gær var eins og haustdagar geta orðið bestir bjartur og fallegur. Það eru akkúrat dagar eins og í gær sem eru í algeru uppáhaldi hjá mér, meira uppáhaldi en hlýjir sumardagar.

Hér vofir yfir hlaupabólufár en 5 börn á deildinni hennar Önnu hafa þegar fengið hlaupabóluna og er því orðið ansi líklegt að Anna næli sér í hana. Það þarf eiginlega eithvert kraftaverk til að hún fái hlaupabóluna ekki. Ég er reyndar frekar hlynnt því að hún ljúki þessu af sem fyrst því það er skárra að fá þetta meðan maður er á besta aldri. Það er ekkert sniðugt að geyma þetta fram á fullorðins ár.

Á barnalandi rak ég augun í umræðu um skondin mannanönfn og þar fann ég lokisins aftur nafasamsetninguna sem ég hafði hlegið sem mest að hér um árið. En það er nafnið Lind Ýr, jamm það er einstaklega óheppileg samsetning. Annað sem mér fannst óborganlega fyndið var samsetningin Egill Daði .... prófið að beygja þau saman ... Ekki endilega slæm samsetning en bara dáldið fyndin í eignarfallinu. Ég ætla að fara til ......
Mist Eik og Línus Gauti eru náttúrlega orðin ódauðleg í Stelpunum og tókst næstum að drepa mig úr hlátri þegar tríóið í mannanafnanefndinni þar var að fara yfir umsóknirnar.
Það undarlega er samt þegar listar yfir nöfn sem mannanafnanefnd Íslands hefur hafnað þá eru þau mörg ekki nærri því eins stingandi og skrítin eins og nöfnin sem hafa verið leyfð. Ég skil að vísu vel að mannanafnanefnd hafi hafnað nöfnum eins og Járnsíða, Finngálkn, Dúnhaugur og Fryolf. Stundum hallast ég hreinlega að því að sumu fólki þyki barasta ekkert vænt um börnin sín, að vilja senda barn út í lífið með nafnið Dúnhaugur er barasta ekki alveg í lagi. En ég get nú samt ekki sagt að mér finnist sum nöfnin sem hafa verið leyfð mikið betri s.s. stúlknanafnið Etna má að vísu rökfæra að úr því það má skíra Hekla sé komin hefð fyrir eldfjalla nöfnum en samt.. Nöfnin Egedía,Irmý,Tala,Austar,Engill,Ubbi,Váli,Vorm finnast mér nú ekki alveg nöfn sem ég gæti hugsað mér að nota þó svo ég megi það. Á slóðinni http://www.rettarheimild.is/mannanofn/ er hægt að skoða þessi blessðu nöfn bæði leyfileg og óleyfileg.

Ég skellti mér á Videóleiguna seint á laugardagskvöldið tók Í takt við tímann mikið er ég fegin því að hafa ekki borgað mig inn á hana í bíó. Mér leiddist að vísu aldrei en ég notaði mér það dáldið að geta spólað yfir sum atriðin. Legg til að fólk bíði eftir að hún verði sýnd í sjónvarpinu.

Engin ummæli: