miðvikudagur, október 26, 2005

Rýrt var það heillin

Já heildar þyngdartap vikunnar var ansi rýrt þó mataræðið væri staðið upp á punkt og prik. Eftir heilmikla yfirferð á matardagbókinni og allskyns spurningar um mataræði vikunnar og ýmislegt annað þá þóttist Kristín finna var sökudólginn. En talið er að sökudólgurinn gangi undir nafninu Rósa frænka og mun víst geta spillt illa fyrir vigtunum með vökvanum sem hún tekur með sér í heimsókn. Heildra þyngdartap vikunnar vaðeins 200 gr. Onnur sem var þarna líka í fyrstu vigtun hafði lést um 3.9 kg þessa fyrstu viku **öfund** Svo var þarna fólk að léttatst og léttast þrátt fyrir allskonar svindl og læti. OJJJ hvað mér er illa við Rósu þessa stundina.
Best að fara og borða svoldið meira á langt í land með matarskamt dagsins enda hefur ýmislegt sett daginn úr skorðum hjá mér.

En ég neita alveg að láta þetta draga úr mér baráttu andann nú set ég stefnuna á 100% viku 2 og sýni vigtinni í tvo heimana næsta miðvikudag. Er ekki sagt að fall sé faraheill !!

Engin ummæli: