mánudagur, október 31, 2005

Vissu þið að ...

Það eru bara 4 vikur fram að aðventu eða nánar 3 vikur og 6 dagar. Ég er búin að fá vinnuskýrsluna mína og er að vinna á Jóladag og annan í jólum. En í staðin á ég frí á þorláksmessu,aðfangadag og svo gamlársdag og nýársdag. Ég er sko alveg sátt við þetta enda fengum við að velja okkur daga og ef vel gengi þyrftum við bara að taka 2 rauða daga hver og það gekk eftir. Það er svo gott hvað allir hafa mismunandi skoðanir á því hvenær er nauðsynlegt að eiga frí um jól og áramót. Sumir vilja endilega vinna á aðfangadagskvöld og aðrir vilja endilega vinna um áramótin. Ég vil helst ekki þorláksmessu og aðfangadag og helst ekki gamlárskvöld og nýársmorgun. Að öðruleyti er mér nokk sama um hvernig ég vinn þessa daga. Ég er ekki í miklu stuði fyir Jóladagsmorgni en það væri samt allt í lagi.


Jæja þá eru komnir 10 dagar án þess að ég hafi smakkað á hvítum sykri eða viðbættum sykri yfir höfðu og enn hef ég ekki notað hvítt hveiti nema í brauðskamti dagsins. Ég hef ekki heldur borðað kratöflur, pasta eða aðrara slíkar kolvetnabombur þær eru ekki á bannlista sem slíkar en ég þarf að skipta út ávexti fyrir 125 gr af þessu og ég tími því bara ekki. Ég hefði aldrei trúað að sykurfíkilinn ég hefði haldið út 10 daga án þess að fá minn skamt :) En það er ekki nokkur vafi að ég hef gott af þessari umbyltingu á mataræði því blóðþrýstingurinn er komin niður í 126/76 og hvíldarpúlsinn er 75 slög á mínútu og ég er ekki neinni líkamsrækt nema að elda og malla alla daga ;) Ég hef nú ekki verið með löggiltan háþrýsting en ég var að lóna á og upp undir gráa svæðinu og var allt að því að það er að vísu orðið dáldið síðan ég náði niður þrýstingnum en samt ekki eins vel og núna. Og samt er ég að innbyrgða koffein og dáldið af salti enþá svo sökinni má að öllum líkindum demba á sykurinn ég þoli hann greinilega ekki í jafn miklu magni og ég var að inbyrgða hann (rétt upp hend sá sem er hissa he he he).
Ég hefði líka aldrei trúað að ég fengist til að borða 4 ávexti á dag og þykja það gott he he he
Samt er ég nú búin að ákveða 2 daga fram í tímann (ef ég endist svo lengi) sem ég mun ekki borða samkvæmt þessu en það er Aðfangadagur og svo Gamlársdagur en þá ætla ég að borða með hinum :)
Ég geri mér fulla grein fyrir að 10 dagar eru sko ekki langur tími en það er samt meira en ég bjóst við af sjálfri mér og hver dagur sem vel gengur er mér stór sigur, hvað sem öðrum kann að finnast.

Engin ummæli: