mánudagur, október 24, 2005

Hana nú

Heita vatnið er greinilega kvenkyns því það tók sér frí í dag á kvennafrídaginn og mun víst ekki koma úr fríi fyrr en í kvöld. Við sitjum hér með grýlukerti á nefinu og reynum að kynda upp húsið með kertum og bakaraofninum. Nokkrar kindur væru vel þegnar núna !! Vel valinn árstími til að senda heitavatnið í frí...hrmph...

Annars er ég að velta fyrir afhverju konur höfðu kvennafrídaginn ekki á öðrum árstíma það er bara ekki gaman að standa niðri í miðbær reykjavíkur í ísköldum garranum. Hefði ekki verið ráð að hafa kvennarfrídaginn þegar von er á meiri hlýindum ?? Allavega vona ég að kvennafrídagurinn gangi vel og mætingin verði góð í bæinn. Kynbundinn launamunur er alveg óþolandi !!

Ekki fórum við mæðgurnar í bæinn en börnin mín eru búin að taka virkan þátt í því að hafa hátt á þessum dýrðar degi. Mig langara í eyrnatappa !

Engin ummæli: