þriðjudagur, febrúar 28, 2006


Nine million bicycles

There are six billion people
in the world.
More or less.
And it makes me feel quite small.

Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið enda hefur nú ekkert sérlega fréttnæmt drifið á daga mína upp á síðkastið. Hæst ber að Guðni er snúinn heim úr útlegð sinni í Hollandi og það er ósköp gott að fá hann heim. Hann var furðu hress eftir volkið og það eina sem hrjáði hann að einhverju ráði var veitningahúsamatarógeð. Nú höfum við unnið hörðum höndum að lækna þetta með alíslenskum heimilismat og er Guðni allur að koma til.

Guðni var náttúrlega ekki fyrr kominn heim þegar ég ákvað að draga hann í bíó með mér og með stuttum fyrirvara dró ég hann út úr húsi með þeim orðum að við værum að fara á kúrekamynd. Það sem ég sleppti alveg að segja honum var að þetta er hin alræmda Brokeback Mountain sem hefur gert það að verkum að sumir karlmenn hafa haldið því fram að hún hafi eyðilagt ímynd kúrekans endanlega og fundist hún arfa léleg og ógeðsleg. Ekki fer nú mörgum sögum af því hvernig Guðna varð við þegar hann áttaði sig á því hverskonar kúrekamynd þetta var en hann hefur nú ekki kvartað neitt, enda er hann ekki illa haldinn af óöryggi og fordómum :) Og vorum við sammála um að í myndinni væri einstaklega fallegtar tökur og hún væri á köflum algert augnakonfekt. Mér persónulega fannst myndin mjög mjög góð þó svo ég þyrfti nánast heilan sólarhring til að melta hana svo að ég gæti yfir höfuð tjáð mig eithvað um hana. Að vísu er ég svo mikil ljóska fattaði ég ekki blá endinn á henni og gæti þegið túlk á hann en það gerir mér ekkert svo mikið til því ég skildi allar hinar 119 mínúturnar ;) Ég get einlæglega mælt með þessari mynd fyrir þá sem þola myndir sem eru ekki alveg 100% Hollywoodspufroðumyndir enda er hún langt frá því.

Ég keypti mér í dag geisladiskinn Piece by piece með Katie Melua úff hvað það er ljúfur og góður diskur. Á honum á ég 2 uppáhalds lög, Nine million Bicycles og Just like heaven. Just like heaven er gamalt uppáhaldslag hjá mér en það var í hér áður fyrr í olddays í flutingi Cure en Cure átti nokkur lög sem náðu hátt á uppáhaldslaga listann hjá mér. Just like heaven er frekar ofarlega þar og því kom mér á óvart hvað mér fannst það gott með Katie Melua en ég er oft ansi seintekinn með nýja flytjendur á uppáhaldslögunum mínum og finnst oftar en ekki nýjuútgáfurnar algjört drasl. Mér til óvæntrar ánægju þá er ég jafnvel á því að útgáfa Katie sé bara jafnvel betri en fumútgáfan. Mig langar dáldið mikið á tónleikana sem verða hér 31. mars ódýrasti miðinn á hallærisstað út í horni í A stúku kostar rúmann 5000 kall fyrir utan að það er ekki hægt að fá 2 miða hlið við hlið í salnum svo við yrðum að sitja í sitthvoru horninu. En það er greinilega hátt í það að vera uppselt á tónleikana úfff…….

fimmtudagur, febrúar 23, 2006



Myndaflóð

Ég held enn áfram að leika mér að myndavélinni og Photoshop. Því er ég alltaf að bæta nýjum myndum í myndaalbúmið mitt. Setti líka inn link á opna almenningsalbúmið mitt en þar eru nú aðallega einvherjar dýramyndir.

Sidewalk chalk guy
Mæli með að kíkja á myndirnar sem eru á síðunni sem ég linka á hér fyrir neðan. Skemtilegt að sjá hvað hægt er að gera með gangstétt og krít. Ég hef sjálf séð krítar listaverk þar sem búið var að endurskapa öll frægustu málverk heims á gangstéttina en það kemst nú varla í hálfkvist við þetta.

  • Sidewalk chalk guy
  • þriðjudagur, febrúar 21, 2006


    A haunting....

    Ég er búin að endurnýja ástarsamband mitt við sjónvarpið ég gæti sennilega setið límd við kassann allan daginn alla daga ef það væri í boði. Aðal ástæðurnar fyrir þessu eru þær að það eru æðislega góðar þáttaraði í gangi á íslensku sjónvarpsstöðvunum og síminn var svo góður að láta okkur hafa ókeypis aðgang að Skjánum í 30 daga. Skjárinn er bara snilld allar þessar útlendu stöðvar sem dæmi má nefna að í vikunni horfði ég á hluta af Derrick á spænsku (Derrick sjálfur var kjánalega mjóróma á spænsku), Lögreglu hundinn REX á frönsku, Singin in the rain á fummálinu með dönskum texta, Húsið á sléttunni á frummálinu með dönskum texta, Third watch með dönskum texta. Ekki má svo gleyma Disney stöðvunum sem bjóða uppá allar bestu Disney myndirnar hvort sem er heilar myndir eða þætti og svo höfum við mæðgurnar setið límdar fyrir framan Animal Planet á daginn. Talandi um góða þætti á sat ég stjörf fyrir framan Desperate Housevives á fimtudag, Idolið á föstudag,Eurovision á laugardag. Í síðustu vikur grét ég yfir sjónvarpinu í fyrsta sinn í MJÖG langan tíma, það var Greys Anatomy sem olli þessu hjá mér það lá við að ég kláraði tissjú kassan í geðshræringunni...alveg magnaðir þættir. Í gærkvöldi horfðum við Ásdís svo á sannsögulega draugamynd á Discovery channel og reyndist hún betri en flestar þær hryllingsmyndir sem ég hef séð ef undan eru skyldar The Entety og guð má vita hvað hún hét nú hin sannsögulega draugamyndin sem ég sá fyrir margt löngu. Myndin er hluti af seríu heimildarmynda sem fjalla um venjulegt fólk sem er að kljást við drauga önnur yfirskilvitleg fyrirbæri. Myndin sem við mæðgurnar horfðum á í gær heitir A hunting in Georgia og fjallar um fjölskyldu í Georgia fylki í Bandaríkjunum sem er ofsótt af draugum. Í húsinu þeirra er þvílíkur draugagangur að það hálfa væri mikið meira en nóg og þau virðast ekki geta losnað við óværuna. Draugarnir eru að vísu ekki allri slæmir en þeir slæmu eru ekkert lamb að leika við. Fylgst er með tilraunum þeirra til að skilja og fá hjálp með draugaganginn, þau leita til vísindamanna og kirkjunnar svo eithvað sé nefnt en þar virðist nú ekki vera mikla hjálp að fá þó fólkið sé allt að vilja gert. Ég held hreinlega að hvert einasta hár á mér hafi risið við það að horfa á þessa blessuðu mynd og ég er eiginlega enn með hroll. Ég verð nú að játa að mér finnst ekkert freistandi að fara ein inn að sofa og er það sennilega ástæðan að ég sit hér upp í stofu að blogga kl. tvö að nóttu. Ég er meö öll ljósin í húsinu kveikt og langar ekkert að slökkva.

  • Brot úr A haunting þáttunum
  • sunnudagur, febrúar 19, 2006

    Skemtilegur þráður

    Á ljósmyndasamkeppni.is er í gangi langlífur og stórskemtilur þráður með ekki svo litlum ljósmyndaleik. Margar stórskemtilegar og rosalega flottar myndir.
  • Ljósmyndaleikur
  • laugardagur, febrúar 18, 2006

    Lisa

    Ég stóðst ekki að gera eins og Katrín og taka persónuleika prófið um hvaða karaketer í Simpsons ég mundi vera. Ég er mjög sátt við niðurstöðuna.
    You Are Lisa Simpson

    A total child prodigy and super genius, you have the mind for world domination.

    But you prefer world peace, Buddhism, and tofu dogs.

    You will be remembered for: all your academic accomplishments

    Your life philosophy: "I refuse to believe that everybody refuses to believe the truth"

    fimmtudagur, febrúar 16, 2006


    Skermaður

    Jæja þá er Leó kominn heim og þetta gekk nú bara vel allt saman. Hann var glaðvakandi þegar við komum að sækja hann. Hann grét svo mikið að mannskapnum á dýralækningastofunni var ekki farið að standa á sama. Leó greyið er óttalegur vælukjói og Ásta Dóra hundaþjálfari sagði á sínum tíma að hluti af þessu hjá honum væri sennilega ómeðvitað. Leó varð þetta litla glaður þegar hann sá okkur og stökk til mín og ætlaði ekki að komast nógu hratt út. Við stoppuðum í 10/11 og keyptum pulsur sem hann hefur fengið að borða 1 og 1 af sér til mikillar ánægju. Hann vælir nánast stanslaust eftir að við komum heim. En um leið og við förum með hann út er eins og ekkert hafi í skorist hann stekkur um og leikur sér held að hann myndi elta bolta ef ég fengist til að kasta þeim. Akkúrat núna situr hann hér við hliðina á mér og vælir. Grey kallinn á voða voða bágt.

    P.s. Það eina sem fór úrskeiðis þegar við sóttum Leó var það að Anna fór að hágráta þegar hún sá Leó (reyndi að harka af sér en það gekk bara ekki). Þegar ég áttaði mig á því að hún var farin að gráta spurði ég hvað er að þá grét hún enn hærra og sagði svo "Ég vil ekki hafa hann svona". Þá ofbauð henni alveg skermurinn og útlitið á besta vini sínum og höndlaði þetta bara als ekki. Fyrir vikið uppskar hún samúð allra á Dýralæknastofunni sem allir vildu hugga og útskýra fyrir henni að þetta væri ekki varanlegt en hún var nánast óhuggandi greyið.

    Kúlaður

    Ég er að fara á eftir að sækja Leó úr afkúluninni og er smá kvíðin fyrir því hvernig verður að drösla 29.5 kg meðvitundarlausum hundi út í bíl.

    miðvikudagur, febrúar 15, 2006



    Kjarnakonur!!!

    Ætli litla og varnarlausa konan sé útdauð :)
  • Mbl.is


  • Það sem mér finnst sorglegt við þessa frétt er hvað það er sem ungum drengjum í dag dettur í hug til að stytta sér stundirnar og redda sér smá pening. Minnir mig á renginn sem rændi Sparisjóð Hafnarfjarðar (eða var það í Kópavoginum líka) vegna þess að hann langaði í PS2 tölvu en foreldrar hans höfðu sagt nei þá var bankarán næsta úrræði. Greyið var tekinn á planinu fyrir utan og játaði syndir sínar þar. Hvernig ætli vesalings foreldrum hans hafi orðið við þegar lögreglan hringdi í þau til að láta þau vita af uppátæki sonarins.

    Anna er farin að sakna pabba síns ansi mikið í dag "skrifaði" hún miða sem hún setti á ísskápshurðina á miðanum stendur " Pabbi ekki fara aftur til útlanda vertu alltaf á Íslandi". Þar sem hún stóð og horfði á miðann sagði hún við mig "mamma einu sinni í morgun (gær, fyrradag, einhverntímann fyrir löngu) þá var pabbi alltaf hér hjá mér núna er hann alltaf í útlöndum".

    þriðjudagur, febrúar 14, 2006

    Læst úti...

    Já það getur ýmislegt komið fyrir mann haldiði ekki að ég sé læst úti úr GSM símanum mínum og ég finn ekki rétta PUK númerið til að komast inn í hann. Þessi ósköp hentu í fyrrakvöld þegar ég lánaði börnunum mínum síman þegar þau fóru 2 í bíó og afi ætlaði að sækja þau. Ásdís fann ekki sinn síma (ekki í fyrsta sinn ohhh) og því var þrautalendingin að lána þeim símann. Þau slökktu svo alveg á símanum þegar myndin byrjaði og þegar þau ætluðu að kveikja á honum aftur var auðvitað beðið um lykilorð og þau reyndu ýmsar tölur og voru náttúrlega læst úti ohhhhhh Ofan í allt þá missti ég röddina í gær (ligg veik heima) og gat ekki hringt í þjónustuverið til að fá PUK númerið ARGH Já ég veit að það lítur út fyrir að raddlaus manneskja þurfi ekki GSM síma en þar sem minn ástkæri er í útlöndum þá kemur stunum upp sú staða að ég þarf að senda og fá sms og þá er betra að hafa GSMinn í lagi. Ég fékk að vísu smá rödd seinni partinn í gær en henni var eytt á SKYPE að tala við GM í þeirri von að hann vissi núrmersófétið en nei því var ekki að heilsa.

    Anna er búin að vera lasin heima með mér í dag og í gær en hún er nú öll að hressast og orðin sjálfri sér lík ég hugsa að hún fari í leikskólann á morgun ef ég get platað pabba til að senda hana og sækja.

    mánudagur, febrúar 13, 2006

    Myndir og aftur myndir

    Talandi um ljósmyndir þá finnst mér alveg ofsalega gaman að skoða myndirnar á Digital Photograpy Challange (sjá link hér til hliðar. Þetta er erlendur vefur þar sem alltaf eru í gangi ljósmyndasamkeppnir með mismunandi þema. Íslendingar hafa verið sigursælir þar upp á síðkastið núna síðast vann þessi hér
  • Arngrímur
  • og samkeppnina má sjá hér
  • Abstract II
  • . Ég er ekkert endilega viss uma að sigur myndin hans í þessari keppni sé endilega sú mynd sem mér finnst best en það er annað mál. En aðrar myndir eftir hann eins og t.d. Mystic River finnast mér alveg æðislegar. Gallinn við það að skoða þessar myndir er sá að ég fyllist algerri vanmáttarkend gagnvart myndavélinni minni en kosturinn er að ég get látið mig dreyma

    Dæmi um myndir sem mér finnast mjög flottar á DCP:
    li>Color born
    li>Sapphire Bloom
    li>Blue sunset
    li>Blue Belle
    li>Portal

    Ekki kanski skrítið að Blue keppnin höfðar mikið til mín enda alltaf hrifist af bláum lit :)

    sunnudagur, febrúar 12, 2006

    Loksins loksins...

    Er ég búin að koma mér upp myndalbúmi á netinu og linkinn má finna hér til hliðar undir Nauðsynlegir hlekkir. Ef þið eruð beðin um lykilorð þá mun það vera napragen og nei þá bjó ég það ekki til, vefsvæðið gerir það sjálft ég lét það bara breyta og breyta þangað til ég fékk eithvað sem ég gat munað he he he

    Það er komið albúm með myndum af krökkunum þar er lykilorðið hið þjála orð bedmarud. Ég held að þetta vefsvæði sé á lyfjum he he he

    fimmtudagur, febrúar 09, 2006


    Paranoian

    Ég komst að því að ég er alls ekki nógu paranoid. Syni mínum var bannað að smakka á smákökudeigi í skólanum í gær. Ástæðan... jú kennarinn var hræddur við fuglaflensuna og það voru víst egg í deiginu. Það skyldi þó aldrei fara svo að smákökudeig eða annað deig yrði mér að falli.

    miðvikudagur, febrúar 08, 2006

    Þar höfum við það !!!

  • MBL:IS

  • Ég segi nú ekki annað en hvað gerum við nú ??

    laugardagur, febrúar 04, 2006

    Sylvía 4 the Win !!



    Já hingað lak alveg óvart framlag Sylvíu nokkurar Nætur (hvernig er það beygist nafnið Nótt ekki svona ??) og þó að ég sé nú als ekki aðdáandi þá verð ég að játa að þetta er langskemtilegasta lagið sem boðið hefur verið uppá hingað til í Eurovision forkeppnini. Hún fær sko mitt atkvæði í kvöld svo mikið er víst !! Ég hef hef nú ekki nennt að kjósa og áhugi minn á þessari forkeppni hefur verið afskaplega takmarkaður en núna er sko búið að ná minni athygli og mun ég fylgjast spennt með í kvöld. Ég get nú ekki að því gert að mér finnst óborganlega fyndið hvað hinir keppendurnir 17 eru sárir og svekkti og vilja henda Sylvíu út úr keppninni iss en það er kanski eina leiðin fyrir þá að vinna hana.

    Mér hlýnaði verulega um hjartaræturnar þegar ég tók eftir því að ástkær vinkona mín notar mynd frá mér til að myndskreyta bloggið sitt. Ég tek það sem merki um það að myndirnar mínar séu þá ekki svo afleitar **BROS**

    fimmtudagur, febrúar 02, 2006


    Desperate Housewives

    Ó já biðin er á enda Desperate Housewives er í kvöld ég er sko búin að bíða eftir þessu frá því í vor þegar síðasta sería kláraðist. Héðan í frá eru fimtudagskvöld heilög í mínum augum.
    Loksins er komið eithvert vit í sjónvarpsdagskrána Desperat Housewives, Nip/Tuck, Gray´s Anatomy, Strong Medicine, Stelpurnar og Idolið bæði það íslenska og ameríska. Þetta er sko efni í þvílíkt áhorf. Ég horfi náttúrlega líka á ER þegar ég man eftir sem er orðið sorglega sjaldan síðustu vikur.

    Hvað er málið með að Íslenska handboltalandsliðið getur ekki unnið Norðmenn af öllum hrmpfh. Afhverju má Íslendingum aldrei ganga vel í fyrri hálfleik þá fer allt í mauk í þeim seinni. Ég man núna afhverju ég horfi ekki á boltaíþróttir he he he ....