þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Læst úti...

Já það getur ýmislegt komið fyrir mann haldiði ekki að ég sé læst úti úr GSM símanum mínum og ég finn ekki rétta PUK númerið til að komast inn í hann. Þessi ósköp hentu í fyrrakvöld þegar ég lánaði börnunum mínum síman þegar þau fóru 2 í bíó og afi ætlaði að sækja þau. Ásdís fann ekki sinn síma (ekki í fyrsta sinn ohhh) og því var þrautalendingin að lána þeim símann. Þau slökktu svo alveg á símanum þegar myndin byrjaði og þegar þau ætluðu að kveikja á honum aftur var auðvitað beðið um lykilorð og þau reyndu ýmsar tölur og voru náttúrlega læst úti ohhhhhh Ofan í allt þá missti ég röddina í gær (ligg veik heima) og gat ekki hringt í þjónustuverið til að fá PUK númerið ARGH Já ég veit að það lítur út fyrir að raddlaus manneskja þurfi ekki GSM síma en þar sem minn ástkæri er í útlöndum þá kemur stunum upp sú staða að ég þarf að senda og fá sms og þá er betra að hafa GSMinn í lagi. Ég fékk að vísu smá rödd seinni partinn í gær en henni var eytt á SKYPE að tala við GM í þeirri von að hann vissi núrmersófétið en nei því var ekki að heilsa.

Anna er búin að vera lasin heima með mér í dag og í gær en hún er nú öll að hressast og orðin sjálfri sér lík ég hugsa að hún fari í leikskólann á morgun ef ég get platað pabba til að senda hana og sækja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ái.. grey þú :S

Nafnlaus sagði...

Þú átt alla mína samúð. Láttu fara vel um þig og láttu þér batna!