þriðjudagur, febrúar 21, 2006


A haunting....

Ég er búin að endurnýja ástarsamband mitt við sjónvarpið ég gæti sennilega setið límd við kassann allan daginn alla daga ef það væri í boði. Aðal ástæðurnar fyrir þessu eru þær að það eru æðislega góðar þáttaraði í gangi á íslensku sjónvarpsstöðvunum og síminn var svo góður að láta okkur hafa ókeypis aðgang að Skjánum í 30 daga. Skjárinn er bara snilld allar þessar útlendu stöðvar sem dæmi má nefna að í vikunni horfði ég á hluta af Derrick á spænsku (Derrick sjálfur var kjánalega mjóróma á spænsku), Lögreglu hundinn REX á frönsku, Singin in the rain á fummálinu með dönskum texta, Húsið á sléttunni á frummálinu með dönskum texta, Third watch með dönskum texta. Ekki má svo gleyma Disney stöðvunum sem bjóða uppá allar bestu Disney myndirnar hvort sem er heilar myndir eða þætti og svo höfum við mæðgurnar setið límdar fyrir framan Animal Planet á daginn. Talandi um góða þætti á sat ég stjörf fyrir framan Desperate Housevives á fimtudag, Idolið á föstudag,Eurovision á laugardag. Í síðustu vikur grét ég yfir sjónvarpinu í fyrsta sinn í MJÖG langan tíma, það var Greys Anatomy sem olli þessu hjá mér það lá við að ég kláraði tissjú kassan í geðshræringunni...alveg magnaðir þættir. Í gærkvöldi horfðum við Ásdís svo á sannsögulega draugamynd á Discovery channel og reyndist hún betri en flestar þær hryllingsmyndir sem ég hef séð ef undan eru skyldar The Entety og guð má vita hvað hún hét nú hin sannsögulega draugamyndin sem ég sá fyrir margt löngu. Myndin er hluti af seríu heimildarmynda sem fjalla um venjulegt fólk sem er að kljást við drauga önnur yfirskilvitleg fyrirbæri. Myndin sem við mæðgurnar horfðum á í gær heitir A hunting in Georgia og fjallar um fjölskyldu í Georgia fylki í Bandaríkjunum sem er ofsótt af draugum. Í húsinu þeirra er þvílíkur draugagangur að það hálfa væri mikið meira en nóg og þau virðast ekki geta losnað við óværuna. Draugarnir eru að vísu ekki allri slæmir en þeir slæmu eru ekkert lamb að leika við. Fylgst er með tilraunum þeirra til að skilja og fá hjálp með draugaganginn, þau leita til vísindamanna og kirkjunnar svo eithvað sé nefnt en þar virðist nú ekki vera mikla hjálp að fá þó fólkið sé allt að vilja gert. Ég held hreinlega að hvert einasta hár á mér hafi risið við það að horfa á þessa blessuðu mynd og ég er eiginlega enn með hroll. Ég verð nú að játa að mér finnst ekkert freistandi að fara ein inn að sofa og er það sennilega ástæðan að ég sit hér upp í stofu að blogga kl. tvö að nóttu. Ég er meö öll ljósin í húsinu kveikt og langar ekkert að slökkva.

  • Brot úr A haunting þáttunum
  • 4 ummæli:

    Dyrleif sagði...

    :) ha!!!! Geðveikt - þú ert að horfa á sjónvarpið "mitt" :) - Var sjálf að pissa í buxurnar yfir þessum þætti um skyggnu stelpurnar... Haukur var sofnaður og ég ætlaði ekki að þora að slökkva á imbanum og fara að sofa :) - Húsið á sléttunni - :) - sá það líka - :) .... alllar gömlu æskuminningarnar blossuðu upp :)

    Nafnlaus sagði...

    He he frábært :)
    Gott að vita að ég er ekki ein um að láta þennan þátt hræða úr mér líftóruna.

    Skonsa sagði...

    úff, ég hef nú vit á því að horfa bara ekkert á svona þætti! Sérstaklega ekki þegar ég er ein heima :-/ Þekki mig of vel...á erfitt með að fara að sofa með slökkt ljósin þegar ég er ein heima þó ég hafi bara verið að horfa á Bamba í sjónvarpinu!!

    Nafnlaus sagði...

    He he he he góð :) Ég er greinilega ekki eins skynsöm og þú :)