þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Nine million bicycles
There are six billion people
in the world.
More or less.
And it makes me feel quite small.
Ég hef ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið enda hefur nú ekkert sérlega fréttnæmt drifið á daga mína upp á síðkastið. Hæst ber að Guðni er snúinn heim úr útlegð sinni í Hollandi og það er ósköp gott að fá hann heim. Hann var furðu hress eftir volkið og það eina sem hrjáði hann að einhverju ráði var veitningahúsamatarógeð. Nú höfum við unnið hörðum höndum að lækna þetta með alíslenskum heimilismat og er Guðni allur að koma til.
Guðni var náttúrlega ekki fyrr kominn heim þegar ég ákvað að draga hann í bíó með mér og með stuttum fyrirvara dró ég hann út úr húsi með þeim orðum að við værum að fara á kúrekamynd. Það sem ég sleppti alveg að segja honum var að þetta er hin alræmda Brokeback Mountain sem hefur gert það að verkum að sumir karlmenn hafa haldið því fram að hún hafi eyðilagt ímynd kúrekans endanlega og fundist hún arfa léleg og ógeðsleg. Ekki fer nú mörgum sögum af því hvernig Guðna varð við þegar hann áttaði sig á því hverskonar kúrekamynd þetta var en hann hefur nú ekki kvartað neitt, enda er hann ekki illa haldinn af óöryggi og fordómum :) Og vorum við sammála um að í myndinni væri einstaklega fallegtar tökur og hún væri á köflum algert augnakonfekt. Mér persónulega fannst myndin mjög mjög góð þó svo ég þyrfti nánast heilan sólarhring til að melta hana svo að ég gæti yfir höfuð tjáð mig eithvað um hana. Að vísu er ég svo mikil ljóska fattaði ég ekki blá endinn á henni og gæti þegið túlk á hann en það gerir mér ekkert svo mikið til því ég skildi allar hinar 119 mínúturnar ;) Ég get einlæglega mælt með þessari mynd fyrir þá sem þola myndir sem eru ekki alveg 100% Hollywoodspufroðumyndir enda er hún langt frá því.
Ég keypti mér í dag geisladiskinn Piece by piece með Katie Melua úff hvað það er ljúfur og góður diskur. Á honum á ég 2 uppáhalds lög, Nine million Bicycles og Just like heaven. Just like heaven er gamalt uppáhaldslag hjá mér en það var í hér áður fyrr í olddays í flutingi Cure en Cure átti nokkur lög sem náðu hátt á uppáhaldslaga listann hjá mér. Just like heaven er frekar ofarlega þar og því kom mér á óvart hvað mér fannst það gott með Katie Melua en ég er oft ansi seintekinn með nýja flytjendur á uppáhaldslögunum mínum og finnst oftar en ekki nýjuútgáfurnar algjört drasl. Mér til óvæntrar ánægju þá er ég jafnvel á því að útgáfa Katie sé bara jafnvel betri en fumútgáfan. Mig langar dáldið mikið á tónleikana sem verða hér 31. mars ódýrasti miðinn á hallærisstað út í horni í A stúku kostar rúmann 5000 kall fyrir utan að það er ekki hægt að fá 2 miða hlið við hlið í salnum svo við yrðum að sitja í sitthvoru horninu. En það er greinilega hátt í það að vera uppselt á tónleikana úfff…….
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli