fimmtudagur, febrúar 09, 2006


Paranoian

Ég komst að því að ég er alls ekki nógu paranoid. Syni mínum var bannað að smakka á smákökudeigi í skólanum í gær. Ástæðan... jú kennarinn var hræddur við fuglaflensuna og það voru víst egg í deiginu. Það skyldi þó aldrei fara svo að smákökudeig eða annað deig yrði mér að falli.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmm er þetta ekki of langt gengið??

Dyrleif sagði...

Mér finnst að þú ættir að tala við kennaran - hún á ekkert með að vera hræða barnið með sinni eigin fáfræðslu. Fyrir það fyrsta hefur ekki eitt einasta tilfelli af fuglainnflúensu verið greint í skandinavíu. Fyrir það annað, þá eru varphænur á íslandi í 99% tilfella innandyra - þannig að það eru ´litlar líkur að því að þær geti yfir höfuð smitast af fuglainnflúensunni. OG ekki síðast ..... síðan hvenær hefur fuglainnflúensa smitast með eggjum????
Það er mikilvægt að skýra út fyrir börnum, hvernig hlutirnir hanga saman, þannig að þau skilji hvað þau heyra og sjá í sínu daglega lífi. Þetta komment hjá þessum matreiðslukennara er bara til þess að auka á stress og hræðslu barna og á engan veginn heima í matreiðslutíma.

Nafnlaus sagði...

Ég held kannski að kennarinn ætti að lesa sér aðeins betur til....

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég fegi að sjá að það eru fleiri sem hugsa þetta eins og ég :)
Ég ræddi málið við son minn og útskýrði þetta fyrir honum og held að hann hafi náð því að þetta væri ekkert til að óttast allavega ekki í eggjum og kökum.

Nafnlaus sagði...

Ætli við fáum ekki nóg stress þegar (og ef) að því kemur að flensan fer að breyta sér. Við ættum að reyna að forðast að snúa tilverunni á hvolf þanggað til.

Nafnlaus sagði...

Fyrr má nú vera hræðsluáróðurinn! Hvernig er kennaramenntun orðin nú til dags?? :s Ég næ ekki upp í nefið á mér....

Nafnlaus sagði...

Ég trúi þessu ekki!!! Og þó - því miður. Kannski hefur aumingja manneskjan ruglast á fuglaflensu og salmónellu? - En reyndar var frétt í gær um að engin salmónella hafi komið upp hér á landi síðasta árið.