laugardagur, febrúar 04, 2006

Sylvía 4 the Win !!



Já hingað lak alveg óvart framlag Sylvíu nokkurar Nætur (hvernig er það beygist nafnið Nótt ekki svona ??) og þó að ég sé nú als ekki aðdáandi þá verð ég að játa að þetta er langskemtilegasta lagið sem boðið hefur verið uppá hingað til í Eurovision forkeppnini. Hún fær sko mitt atkvæði í kvöld svo mikið er víst !! Ég hef hef nú ekki nennt að kjósa og áhugi minn á þessari forkeppni hefur verið afskaplega takmarkaður en núna er sko búið að ná minni athygli og mun ég fylgjast spennt með í kvöld. Ég get nú ekki að því gert að mér finnst óborganlega fyndið hvað hinir keppendurnir 17 eru sárir og svekkti og vilja henda Sylvíu út úr keppninni iss en það er kanski eina leiðin fyrir þá að vinna hana.

Mér hlýnaði verulega um hjartaræturnar þegar ég tók eftir því að ástkær vinkona mín notar mynd frá mér til að myndskreyta bloggið sitt. Ég tek það sem merki um það að myndirnar mínar séu þá ekki svo afleitar **BROS**

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, Til hamingju með dömuna í gær. Hlakka til að heyra í ykkur

Nafnlaus sagði...

Takk takk !!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst skandall ef lagið verður dæmt úr keppni.. þá er geta keppinautarnir farið að leka út lögum sem þeir álíta sigurstranglegri en sitt lag.. og þar með losað sig við keppinautin..

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega !!

Nafnlaus sagði...

Guðný þó, ertu að meina að þú hafir sjálf tekið þessar fallegu rósamyndir sem ég hélt að þú hefðir fundið einhvers staðar?
Akkuru segir enginn mér neitt - aldrei?

Nafnlaus sagði...

Jamm þetta eru alveg míns eigins verk :) Eins og flestar þær myndir sem prýtt hafa bloggið mitt síðustu daga, nema náttúrlega Sylvía Nótt. Ég hef ekki enn náð þeirri frægð að taka fræga fólks myndir.

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi náttúrlega að taka fram að þetta eru rósirnar sem mamma gaf Guðna í 35 ára afmmælisgjöf. Myndirnar eru teknar á myndavélina sem Guðni gaf sér í 35 ára afmælisgjöf og tæknin sem ég beitti í photoshop er auðvitað lærð úr bókin sem þið gáfðu Guðna í afmælisgjöf. Ég svoleiðis gjörnýti afmælisgjafirnar hans Guðna mætti halda að það væri ég sem varð 35 um daginn he he he

Nafnlaus sagði...

Ég er bara að velta því fyrir mér hvað gerist þegar þú verður sjálf 35.

Nafnlaus sagði...

... og meðan ég man: hinar myndirnar eru flottar líka

Nafnlaus sagði...

Takk takk :)

Erna Erlingsdóttir sagði...

Já, þetta eru ekkert smá flottar myndir. Alltaf mjög gaman að uppgötva nýja hæfileika hjá góðu fólki. :)

Nafnlaus sagði...

Takk takk *roðn*