fimmtudagur, febrúar 16, 2006


Skermaður

Jæja þá er Leó kominn heim og þetta gekk nú bara vel allt saman. Hann var glaðvakandi þegar við komum að sækja hann. Hann grét svo mikið að mannskapnum á dýralækningastofunni var ekki farið að standa á sama. Leó greyið er óttalegur vælukjói og Ásta Dóra hundaþjálfari sagði á sínum tíma að hluti af þessu hjá honum væri sennilega ómeðvitað. Leó varð þetta litla glaður þegar hann sá okkur og stökk til mín og ætlaði ekki að komast nógu hratt út. Við stoppuðum í 10/11 og keyptum pulsur sem hann hefur fengið að borða 1 og 1 af sér til mikillar ánægju. Hann vælir nánast stanslaust eftir að við komum heim. En um leið og við förum með hann út er eins og ekkert hafi í skorist hann stekkur um og leikur sér held að hann myndi elta bolta ef ég fengist til að kasta þeim. Akkúrat núna situr hann hér við hliðina á mér og vælir. Grey kallinn á voða voða bágt.

P.s. Það eina sem fór úrskeiðis þegar við sóttum Leó var það að Anna fór að hágráta þegar hún sá Leó (reyndi að harka af sér en það gekk bara ekki). Þegar ég áttaði mig á því að hún var farin að gráta spurði ég hvað er að þá grét hún enn hærra og sagði svo "Ég vil ekki hafa hann svona". Þá ofbauð henni alveg skermurinn og útlitið á besta vini sínum og höndlaði þetta bara als ekki. Fyrir vikið uppskar hún samúð allra á Dýralæknastofunni sem allir vildu hugga og útskýra fyrir henni að þetta væri ekki varanlegt en hún var nánast óhuggandi greyið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ein flottasta mynd sem ég hef séð af Leó. Óborganleg. Ef ég man rétt þá var kúlusnyrtinginn erfiðari fyrir manneskjur heldur en Gosa á sínum tíma. Ætli það sama gildi ekki um Leó. Hlakka til að sjá fleiri fýlumyndir af Leó:-)