fimmtudagur, mars 08, 2007


Oft

Eftir samtal við lækin hans Árna í morgun skilst mér að maður myndi ekki ónæmi fyrir Skarlatsótt hún sagði að maður gæti fengið Skarlatsótt oft og það væru í sjálfu sér enging takmörk á fjölda skipta. Skondið hvað upplýsingar um einn sjúkdóm geta stangast á í ef maður les sér til á netinu og í bókum er talað um að fólk fái þetta bara einu sinni. Annarstaðar er talað um þrisvar og á enn einum staðnum er ónæmiskenningunni eytt. En Árna er allavega að batna hann verður þó inni við fram að helgi bara svona til að það sé ólíklegt að honum slái niður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlegt hvað mikið getur borið á milli heimilda, munnlegra og skriflegra.... Oft ekki sama það sem læknar og "lækir" segja :-)

Var það þá skarlatsótt sem hrjáði hann?

Guðný sagði...

Nei reyndar ekki það ræktuðust engir streptokokkar hjá honum. Svo það er ekki vitað hvað þetta var en allavega lagaðist hann hratt og örugglega eftir að hann fékk sýlalyfina :s En Skarlatsótt var þetta ekki