miðvikudagur, mars 07, 2007

Alltaf lærir maður...

Loksins jákvæðar fréttir héðan Árni vaknaði upp nýr maður í morgun sýklalyfin hafa greinilega gert kraftaverk fyrir hann. Útbrotin nánast horfin og hann allur hressari :) Ég hef svo eftir áreiðanlegum heimildum að Skarlatsótt sé hægt að fá þrisvar sinnum um ævina vegna þess að það séu 3 mismunandi týpur af Streptokokka bakteríunni sem geta valdið Skarlatsótt og maður myndi þá bara mótefni fyrir einni í einu. Nú er bara að vona að Árni láti vera að fá þriðju týpuna *krossa fingur*

Ég er enn drullu kvefuð en finnst samt að það sé aðeins að losna um kvefdrulluna og ég svaf nánast alveg í nótt sem er góð tilbreyting. Ég hósta að vísu helling enþá og er nánast raddlaus en samt ætla ég að leyfa mér að vona að þetta sé að lagast. Ég hef líka sagt helv. pestinni stríð á hendur það byrjaði með kjötsúpu áti á mánudagskvöld (held að kjötspúpa lækni næstum allt), slatti af ógeðsdrykk(sítrónute, sítrónuolía,hunang,hvítlaukur og engifer) í gær og dag, ég gerði nýja tilraun með ilmkjarnaolíurnar sniffaði þvílíkt að það er merkilegt að ég skuli ekki vera skökk eftir allt sniffið :s

Mig er farið að langa mikið að losna úr þessari prísund hér heima og komast innan um fólk. Það eina sem ég hef farið út úr húsi síðustu daga er að sækja Önnu á leikskólann, til læknis með Árna og í apótekið. Þetta mætir ekki alveg minni þörf fyrir útiveru og félagsskap.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að fá jákvæðar fréttir! Þá er bara að vona að föstudagurinn haldi!

Guðný sagði...

Já segðu ég þarf sko að komast héðan burt !!!!!