fimmtudagur, mars 15, 2007


Það er stórhættulegt að bursta

Á veggnum á göngudeild háls,nef og eyrna deildinni í Fossvoginum hangir stórt spjald með ýmsum hlutum sem dregnir hafa verið úr eyrum og koki á ólánsömum einstaklingum. Mesta athygli mína vakti tannbursti sem dregin hafði verið úr kokinu á einhverjum sérlega óheppnum. Ég hafði alltaf velt fyrir mér hvernig í ósköpunum einhverjum tókst að festa tannbursta í kokinu á sér en núna er það orðið ljóst.

  • Mogginn


  • Maður er greinilega bara heppinn að hafa ekki lent í þessu sjálfur :S Note to self : standa kyrr við vaskinn meðan maður burstar og vona að það komi ekki jarðskjálfti rétt á meðan.

    3 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    Þarna kom skýringinn! Ég hef einmitt spáð í því hvað gerðist eiginlega með þennan bursta....

    Nafnlaus sagði...

    Mér finnst nú best að það fylgir sögunni að sjúkraflutningamenn hafi fjarlægt af heimilinu annan 15 cm langan tannbursta "líkt og þann" sem festist í kokinu á konunni.
    Ég get velt þessu mikið fyrir mér

    Nafnlaus sagði...

    Lol já :)