þriðjudagur, mars 06, 2007



Er verið að kinda mig ...

Það er nú ekki einleikið með heilsufarið á mannskapnum hér. Við erum 3 heima lasin Ásdís er þó skást farin og áætlað að hún fari í skólann á morgun. Ég er enn drullu kvefuð og lasin veit samt ekki hvort er meiri refsing að vera veikur eða fastur innan veggja heimilisins.
Árni greyið toppar þó öll veikindi hér hann er búin að vera með hita á bilinu 38 - 40° frá því á föstudag. Í morgun vaknaði hann svo upp alþakinn útbrotum ég hringid á heilsugæsluna og eins og fyrir kraftaverk var laus tími þar. Ég fer með drenginn upp eftir og fæ þá greiningu að hann sé með Skarlatssótt, strok var tekið og sent í rannsókn og niðurstöður fást á fimtudag. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég ræddi við bóndann í símann eftir að ég kom heim að Árni fékk skarlatssótt þegar hann var 3 eða 4 ára svo það er ekki líklegt að hann sé að fá hana aftur. Strákræfillin er allaveg hund lasinn og hreint ekki gaman að vita ekki alveg hvað er í gangi en hann er allavega á sýklalyfjum þar til annað kemur í ljós.
Annars virðist sem fyrstu vikurnar í mars séu að verða einhverskonar hefðbundinn veikinda tími hjá þessari familíu :(

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff, meira ástandið. Það verður að vera búið fyrir föstudag!