föstudagur, mars 02, 2007


Ekki allt í standi ..


Jæja þá er flensan mætt í öllu sínu veldi :( Árni kom heim í kvöld og kvartaði undan höfuðverk allstaðar við mælingu kom í ljós að hann var í 38.6 fékk paratabs kvartaði klukkutíma síðar um að honum liði verr og viti menn hitinn var enn í 38.6 þrátt fyrir paratabsið :( Höfuðverkur, beinverkir, hiti ekkert kvef enn eða neitt annað augljóst sem sennilega þýðir alvöru inflúensa. Ég er búin að vera lasin í 2 daga sjálf með hálsbólgu og hita. Ég get nú ekki sagt að mér finnsist mér vera að batna heldur í hina áttina. Ég held þó í vonina því ég á vera í vinnu annað kvöld.
Núna er maður bara með ilmkjarnaolíurnar á lofti til að reyna að drepa flensuna sem fyrst vonandi text það áður en restin af familíunni leggst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, þið eigið samúð okkar allra hér! Þessar pestir tóku 4 vikur hjá okkur. Vonandi hressist prinsinn fljótt og vonandi falla prinsessurnar ekki. Sjáumst vonandi á sunnudaginn.
kv,Guðlaug