fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Fiðurfé

Ég get ekki hætt að dást að henni Herborgu hanamömmu í Kópavoginum. Ég var að lesa viðtal við hana í DV í gær, ég hef svo sem löngu vitað að konan væri skemtileg en hvað hún er frábærlega orðheppin vissi ég ekki. Hún hefur núna brillerað í hverju viðtalinu á fætur öðru í öllum helstu miðlum landsins. Mér finnst hanamálið allt hið skemtilegasta og sé að ég hef misst af miklu að hafa ekki fengið mér hænur haldiði að það væri ekki fín búbót hér í Garðabæinn 3 hænur á vappi í garðinum, ég sé þetta alveg í hillingum.
Ég held að heilsufarið á bænum sé eithvað að skána 7 9 13 ég er skárri og næstum hitalaus, Anna hleypur um allt þvílíkt kát, Ásdís er enn dáldið lasarusaleg föl og guggin með kvef en samt skárri. Meðalastríðið við Önnu er enn í fullum gangi en versta mótstaðan hefur samt verið brotin á bak aftur. Mér tókst í fyrsta skipti í dag að gefa henni meðalið án þess að hún grenjaði í hálftíma, frussaði og fojaði. Lykillin en að mylja töflurnar setja góða skólajógurt í skeið bæta mulningnum ofaná og fela hann svo með meira jógúrti. Hafa tilbúið fullt glas af mjólk og loforð um að fá að fara á Barbie síðuna eða hafa íspinna á borðinu sem Anna má fá ef hún er dugleg að taka töfluna. Þetta er búið að ná mótþróatimanum niður í 2 mínútur og grát tíminn er nánast alveg búinn. Vona bara að þetta haldi áfram á þessari braut.

Arr ég var að tékka á Amazon.com og þeir eiga von á að senda pakkan minn af stað 17 febrúar, ég get ekki beðið svo lengi : s
Við fjölskyldan erum að fara í sumarbústað með vinahópnum 18 þessa mánaðar við erum farin að hlakka dáldið til. Við höfum ekki farið í bústað síðan í sumar svo það er sko alveg kominn tími til að skella sér. Við eigum enn eftir að leysa hvað við gerum við Leó á meðan annað hvort er það Hundahótel eða við biðjum Pabba að setja hann út í spotta amk. 2svar á dag þessa daga sem við verðum að heiman og gefa honum að borða og klappa smá líka, ég veit ekki hvort pabbi nennir þessu en vonandi.
Ég fór í vinnuna í gærkvöldi mikið óskaplega var gott að komast þangað aftur. Ég var hreinlega farin að sakna vinnufélaganna og vinnunar sem slíkrar, ég hélt að ég ætti nú aldrei eftir að segja þetta en svona er þetta nú bara samt. Ótrúlegt hvað er gaman að vinna þegar maður er að vinna með skemtilegu fólki á góðum stað.

Engin ummæli: