miðvikudagur, febrúar 09, 2005

NOSTALGÍAN

'Listen very carefully, I shall say zis only once...

Ég var að panta mér DVD á netinu áðan sem ég ætti að fá senda eftir 1 - 2 vikur nú er ég svo spennt að ég............. get ekki setið kyrr, hvernig geturðu setið kyrr.. **slap** slakaðu á kona !! He he þetta er nú kanski ekki alveg svona slæmt en næstum því. Ég fann eftir margra ára leit þætti sem sýndir voru í sjónvarpinu þegar ég var smá sennilega þegar ég hef verið á aldrinum 8 - 10 ára. Ég man enn eftir loka atriðinu í síðasta þættinum í síðustu seríunni. En þessi lokaþáttur var sýndur i júní 1982 það man ég vegna þess að ég horfði á hann á stigapallinum á Landakoti í vikunni eftir að ég fór í aðgerðina góðu. Ég betlaði það út úr hjúkrunarfólkinu að keyra mig í rúminu fram á stigapall svo ég gæti horft á þáttinn því ég gat ekki hugsað mér að missa af síðasta þættinum. Þá var sko ekki búið að finna upp endalausar endursýningar eins og tíðkast núna. Ég man enn hvað var erfitt að haldast vakandi því ég var enn syfðjuð eftir svæfinguna en ég var syfjuð í 3 eða 4 daga eftir þessa eðal aðgerð, fyrir utan að ég var nánast alveg útafliggjandi í rúminu, það var nefnilega svo vont að láta hækka mikið undir höfuðið þarna fyrst eftir að ég var skorin, sem gerði erfiðara að horfa á sjónvapið og haldast vakandi. En með hörkunni hafðist að horfa á þáttinn enda ýkt spennandi þáttur.
Þessir eðal þættir gerast á litlu kaffi húsi í smá bæ í Belgíu seinni heimstyrjöldinni. Í aðalhlutverkum eru kaffihúsaeigandinn, hjákonan hans sem er líka þjónustustúlka á kaffihúsinu, kona í andspyrnuhreyfingunni, vondi Gestapó kallinn og niðurskotnir breskir flugmenn svo eithvað sé nú nefnt. Eftir þessa lesningu haldi þið náttúrlega að ég sé að tala um hina dásamlegu og hreint yfirgengilega frábæru seríu Allo Allo en nei ekki aldeilis. Allo Allo er nefnilega skopstæling á gömlu uppáhalds þáttunum mínum sem ég hef fram að þessu ekki vitað nafnið á. Mér hefur alltaf reglulega síðast liðin 20 ár orðið hugsað til þessara þátta og langað til að sjá þá aftur og af því að netið er ein frábærasta uppfinning nútímans, ég skil ekki hvernig ég gat lifað áður en netið kom til sögunnar, þá kíkti ég á netið og fann á endanum Allo allo síðu sem gat sagt mér nafið á upphaflegu seríunni en hún heitir Secret Army. Næsta skref var auðvitað að fara á Amazon.com og athuga hvort þessir þættir væru til og auðvitað voru þeir til á DVD (komu út síðastliðið sumar) ég var nú ekki lengi að panta disk með fyrstu seríunni. Ég stóðst nú ekki að panta líka disk með fyrstu tveimur seríunum af Allo Allo, það var bara ekki annað hægt. Það er samt fyndið hvað þessi kaup valda mér mikilli spennu og hræðslu í einu. Spennan stafar af tilhlökkun til að sjá þessa upprunalegu þætti eftir 20 ára hlé hins vegar er ég líka skíthrædd um að þeir verði svo ekki eins skemtilegir og spennandi að sjá þá núna og þeir voru þarna þá gömlu góðu. Kröfurnar voru svo mikið minni þá úrvalið af sjónvarpsefni var nú ekki beysið ekkert sjónvarp á fimtudögum og ekkert sjónvarp í heilan mánuð á sumri. Barnaefni var af ótrúlega skornum skamti stöku þáttur af línunni og tomma og jenna að ógleymdri Stundinni okkar á sunnudögum, ekki það að Secret Army hafi verið eithvert barnaefni síður en svo það var bar ekki búið að finna upp rauðu og gulu merkin sem nú eru á ferðinni. En allavega ég var að lesa á netinu að þessir þættir hefðu orðið alveg gríðarlega vinsælir í Bretlandi á sínum tíma og því voru framleiddar 3 seríur af þeim og sú staðreynd að Allo allo sprauttu út frá þeim gefa mér þann vonar neista að þættirnir séu kanski næstum því eins góðir og minningin segir til um.
En núna er mér sennilega hollast að hypja mig í háttin því ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að fara í vinnuna á morgun. Ég er að vísu engan veginn orðin góð af kinnholubólgunni og ekki alveg hitalaus heldur en nú er bara nóg komið af þvi að væflast heima ég þoli ekki meir. Ég reyini bara að hrista ekki höfuðið, stíga varlega til jarðar og tala ekki mjög hátt þá slepp ég sennilega án slæmra verkja.

  • Hér
  • finni þið svo hljóðdæmi úr Allo Allo ég fæ algeran nostalgíufiðring af upphafslaginu. It makes me feel all warm and fussy inside.

    Auf wiedersehen eða ætti maður kanski ferkar að segja Au revoir



    Engin ummæli: