It´s a dogs life
Já það er ekki nóg að við mæðgurnar liggjum í pestinni til að bæta gráu ofan á svart tók músin hennar Ásdísar upp á þvi að deyja einhverntímann í fyrrinótt eða gær morgun. Blessuð sé minning hennar. Eins og það hafi nú ekki verið nógu slæmt þá bættis við að Leó fék magapest í nótt. Það þýddi nánast engan svefn fyrir mig og óskaplega skemtileg þrif á íbúðinni. Ræfils tuskan (Leó ekki tuskan í hendi mér) gekk um með hausinn hangandi á milli framfótanna í skömm. Hann veit nefnilega alveg að það má ekki gera nr 1 og hvað þá nr.2 innan dyra. Hann var greinilega alveg búin að gera sér það ljóst að hann yrði tekin ærlega á beinið fyrir verknaðinn. En þannig er nú bara mál með vexti að ég get bara ekki skammað hann fyrir þetta í fyrsta lagi þá er þetta algerlega óviðráðanlegt og í annan stað þá skammaðist hann sín svo mikið af sjálfsdáðum að það hefði verið grimmdarlegt að bæta á það. Þegar þrifunum var lokið mátti ég dragnast út með hann reglulega í alla nótt og ég get svo svarið fyrir að það gerði hitanum, höfuðverknum og kvefinu mínu ekkert gott.
Nú eru bara 2 dagar í það að eldri dóttir mín nái þeim merka áfanga að verða 12ára. Þetta er fysti stóri áfanginn í lífinu. Jú sko við 12 ára aldur má maður nefnilega horfa á myndir merktar með gulu merki, nú verður ekki hægt að banna Ásdísi það lengur og hefur hún talið dagana af þessum sökum. Næsti áfangi er svo 14 ára eða fermingar árið, svo er það 16 ára til að mega horfa á rauðmerktar myndir, 17 ára bílprófið, 18 sjálfstæði og kostningaréttur, 20 áfengið. Mikið sakna ég nú þessara tíma sem maður hafði alltaf eithvert takmark til að hlakka til með hverjum afmælisdegi. Ég á að vísu tvennt eftir en það er 35 ára en þá má ég bjóða mig fram til forseta (as if eða glætan spætan á íslensku) og svo náttúrlega 67 eða eftirlauna aldurinn. Ég get nú ekki sagt að þessir áfangar veki með mér sömu tilhlökkun og 17 ára aldurinn og hvað þá tvítugs afmælið. Mér finnst að það ætti að finna upp fleiri girnileg réttindi sem maður öðlast alltaf reglulega út lífið. Ég er að vísu ekki með neinar góðar hugmyndir að réttindum fyrir fólk sem er komið yfir tvítugt, hugmyndir óskast !!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli