föstudagur, febrúar 25, 2005

Svindl

Ég er lasin aftur og mér finnst það ógeðslega mikið svindl ! Kvef, 38 - 39 stiga hiti og höfuðverkur eru heldur betur að hrjá mig einu sinni einu sinni enn og nú er nóg komið. Ég þrælaði í mig í gær sítrónutei með 2 hvítllauksrifjum og sítrónusafa. Í dag er meiningin að koma niður fleiri svona bollum og hrekja pestina út, versta er að það verður ekki líft nálægt mér vegna hvítlaukslyktar. Einhverstaðar í húsráðalyfjunum við pestum er líka fjallagrasate og það er á dagskránni að þræla því niður líka en þá segi ég nú bara eins og börnin .... Það er bara svo ógeðslega vont.... En með illu skal illt út reka svo fjallagrösin skulu niður og hana nú. En upp á móti kemur að suðusúkkulaði og 70% súkkulaði á að vera gott við kvefi líka svo þá er bara að láta sig hafa fjallagrösin og japla svo á súkkulaðinu á eftir til að ná burtu bragðinu nammmmmmmm Gott að hafa afsökun fyrir óhóflegu súkkulaði áti he he he
Ásdís er komin til Danmerkur að heimsækja pabba sinn..... mikið öfunda ég hana af því að eiga svona pabba í útlöndum sem hún getur farið að heimsækja. Ásdís er líka svo stálheppin að eiga góða Ömmu sem býður henni í ferðir út að heimsækja pabba, þvílíkur lúxus að eiga svona góða að :)
Æ ég held ég veriði að skríða upp í rúm með ógeðsdrykkinn minn ....... over and out.

Engin ummæli: