laugardagur, febrúar 26, 2005

Ógeðsdrykkurinn

Ég er búin að komast að því að manni verður bumbult af ógeðsdrykkjum sem innihalda mikið magn af hvítlauk. Ég get nú kanski sjálfri mér um kennt að því leyti að ég borðaði víst ekkert fyrri hluta dags vegna lystarleysis, svældi bara í mig tei með fjallagrösum, hvítlauk, hunangi og sítrónusafa og ó boj ó boj hvað maginn minn var ósáttur. Mæli með því að fólk borði eithvað ef það ætlar að láta svona sull ofan í sig annars bræðir maður bara úr maganum líka. Ég ætla að bíða með meiri ógeðsdrykkjar drykkju þangað tíl á morgun en þá bætist sennilega engifer saman við fyrri blönduna.
Horfði mér til ánægju á Idolið í kvöld uppáhöldin mín 2 komust áfram svo ég get ekki annað en verið sátt.
Pirringur vikunnar er samt sem áður út í stöð 2 ég verð eiginlega að játa að mig langar svoldið að hringja í þá og skammast. Gallinn er bara sá að ég veit að það þýðir nákvæmlega ekki neitt, það eru bara einhverjir sakleysingjar á símanum sem verða fyrir því að hlusta á skammirnar og svo gerist ekkert meira. Það sem er að pirra mig er að við borgum hátt í 5000 kr. á mánuði fyrir áskrift að stöð 2, gott og blessa mér finnst þetta dáldið dýrt en mig langar ekki að vera án Idolsins, Joey, The 4400 og Nip/Tuck, ég er meira að segja að læra að horfa á 24. Það sem er að fara alveg gífurlega í taugarnar á mér er að dagskrárstjórnendum Stöðvar 2 finnst ekkert athugavert við að bjóða okkur áskrifendum stöðvarinnar upp á auglýsingar í miðjum þáttum. Það gjörsamlega rýkur út um eyrun á mér í hvert sinn sem þetta gerist t.d. inn í miðjum Joey auglýsingar **BRJÁL***. Ég sætti mig við allar auglýsingarnar sem koma á 5 - 10 mínútna fresti inn í þætti á Skjá einum enda borga ég ekki krónu fyrir dagskrána þar. En ég er að borga fyrir áskrift að Stöð 2 og mér finnst því óafsakanlegt að þeir séu að troða auglýsingum inn í dagskrárliðina. Ekki nóg með það þá er auglýsinga flóðið á milli dagskrárliða orðið svo mikið að þættirnir eru sjaldnast á tíma lengur heldur 5 mínútum eða meira á eftir áætlun. Að maður láti bjóða sér upp á þetta er ótrúlegt en ástæðan er sennilega sú að forsvarsmönnum stöðvarinnar er alveg sama þó að áskrifendurnir þeirra kvarti þeir nebblilega svara ekki kvörtunum. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólk hefur sent stöðinni póst og hringt inn með kvartanir og ekki fengið neitt meira en svona er þetta bara og ef þér líkar þetta ekki þá það, ef þeir á annað borð leggja sig niður við að svara en það er nefnilega ekkert sjálfgefið að þeir geri það. Ef fólk kvartar undan einhverju við RÚV þá fær það yfirleitt einhverja netta útskýringu eða afsökunarbeiðni þannig ber undir maður hefði haldið að þetta væri akkúrat öfugt en nei, skondið ekki satt. Svo er annað við Stöð 2 sem er líka að pirra mig eða meira svona Digital Ísland pirringur mikil rosalega svakaleg ömurleg afturför er þetta Digital ísland dæmi það er sko ekki eitt heldur allt við það dæmi sem pirrar mig og hana nú. En þó stendur tvennt upp úr það er að alltaf þegar Simpsons er á kvöldin þá birtist á skjánum Smartcard wrong inserted á skjánum oftar en ekki þarf að slökkva á myndlyklinum til að losna við þessa villu meldingu af skjánum. Þetta gerist alltaf á svipuðum tíma á kvöldin milli 19:30 og 20:00 krakkarnir alltaf jafn pirraðir hlaupandi upp í stofu til að redda málinu. Þessi skemtilega villumelding kemur svo reyndar óþarflega oft á öðrum tímum ásamt No Accsess villunni, mér finnst þetta smartcard ferkar stupid ég verð að segja það. Annað sem er gífurleg afturför er að það er bara ein útsendingar tíðni á fjarstýringunum að myndlyklunum svo það er ekki hægt að fletta milli stöðva með fjarstýringu á örðrum myndlyklinum í einu. Þetta gerir það að verkum að það er aldrei hægt að nota þessar árans fjarstýringu að Digital lyklunum því sama hvað maður gerir þá fiktar maður bæði í stöð 2 og Stöð 2 bíó og það hefur mjög alvarlega afleiðingar á þessu heimili að fikta í hinni heilögu Stöð 2 bíó þegar aldursforsetinn hér er að horfa á hana. Ég ætla ekki að lýsa nánar hér hremmingum þeim sem ég hef lent í þegar ég hef álpast til að snerta frjarstýringar rassgatið. Það voru ekki eins fjarstýringar að gömlu myndlyklunum og því gat maður skipt milli stöðva á öðrum myndlyklinum alveg án þess að setja heimilið á hliðina, þetta nýja fyrirkomulag er alveg glatað. Þetta er ekki tæmandi listi yfir það sem pirra mig við Digital Ísland og Stöð 2 bara rétt svona toppurinn á ísjakanum. **PIRR**PIRR**PIRR**PIRR**ARGH**

Engin ummæli: