þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Give me one reason....

This youthful heart can love you
And give you what you need
This youthful heart can love you
And give you what you need
But I'm too old to go chasing you around
Wasting my precious energy.


Jibbí jibbbí ég var að fá póst frá amazon.com sem tilkynnti mér að diskarnir væru lagðir af stað til mín. Kanski ná þeir hingað áður en ég fer upp í bústað svo ég get plantað mér fyrir framan imbann og upplifað dýrðina. Hmm hvað ætli svona póstur sé lengi frá Bretlandi hmmmmmm..........
Annars er ekkert gáfulegt að frétta af mér allt frekar meinhægt og nett. Ég fór í leikhús á laugardagskvöldið að sjá Vodkakúrinn, ég grét næstum því úr hlátri yfir þessum ósköpum. Ég hitti konu sem um daginn sem sagði að sér hefði fundist þetta ágætt stykki en tóninn var einhvernveginn þannig að úr honum mátti lesa að þetta hefði verið minna en ágætt. Held kanski að hún hafi bara ekki haft vaxtarlagið í að skilja leikritið til fulls. Heimur fitubollunar er minn heimur svo þetta hitti alveg í mark hjá mér. Sumt þekkti ég úr eigin fari og annð þekkti ég frá fólki sem ég hef hitt á förnum vegi, að vísu var þetta auðvitað dáldið ýkt mynd en engu að síður sorglega nálægt sannleikanum stundum.
Svo ég haldi mig á fitubollunótunum rakst ég á blogg fyrrum kunningjakonu minnar fyrir algera slysni í fyrradag og las það af áfergju. Hún kallar bloggið
  • fyrrverandifitubolla.blogspot.com
  • og stendur það alveg undir nafni. Ég þekkti þessa stórskemtilegu stúlku (Lilju) fyrir hart nær 18 árum síðan. Við unnum báðar sumarlangt í eldhúsinu á Borgarspítalanum sem þá var og hét (þið trúið ekki hvað það spruttu fram mörg grá hár þegar ég fattaði að það eru 18 ár síðan). Hún er 2 árum eldri en ég og var komin með bílpróf og alles á þessum tíma. Ég var svo heppin að ég fékk stundum að fljóta með henni og vinkonu hennar í bæjarferðir og vídeógláp og annað slíkt. Þetta voru sko engar smá skemtiferðir því Lilja þessi er alveg óborganleg skemtileg manneskja, ég endaði yfirleitt með magaverk úr hlátri eftir þessar ferðir enda uppátækin stórkosleg í alla staði. Ég get nú samt ekki sagt annað en mér hafi brugðið smá þegar ég sá hve fitubolu syndromið hafði gengð nærri henni um tíma ég varð eigilega alveg miður mín, því þetta var nú alls ekki feitlagin stelpa þegar ég þekkti hana hér í denn. Bloggið góða rekur baráttu hennar við offítupúkann og allt sem honum fylgir. Ég veit nú ekki aðferðin sem hentaði henni sé neitt sem ég get notað, ég sé bara ekki fyrir mér að ég lifi það af að borða egg og beikon í morgunmat. Engu að síður þá fannst mér einstaklega gagnlegt að lesa bloggið því það gefur manni von um að einhverntímann takist manni kanski að hrista af sér spikið. Málið er nefnilega að hún er búin að ná takmarks þyngdinni sinni og rúmlega það en þetta gekk ekki alveg eins og í sögu frá fyrsta degi og mér finnst það gefa mér svo gott veganesti í mína baráttu við púkan ljóta. Að vita að það er hægt að hrasa af beinu og breiðu brautinni án þess að það þýði að allt sé tapað er rosalega upplífgandi. Málið er einfaldlega að taka sig upp á hnakkadrambinu og gera betur á morgun og ef það hefst ekki þá er alltaf til dagurinn eftir það. Þannig hefst þetta fyrir rest :) Reyndar finnst mér að hún sé full upptekin af grammafjölda per dag kanski er það það sem þarf en ég held að ég myndi aldrei nenna að hafa áhyggjur að 100gr milli daga, lífið er bara of stutt til þess. Nú langar mig svo bara að vita galdurinn við að halda spikinu í skefjum eftir að maður hefur skafið það af því það virðist vera fólki jafnvel erfiðara en að ná spikinu af í upphafi :S

    Engin ummæli: