mánudagur, febrúar 07, 2005

Hey Kanína komdí flensu....
Ástandið hér er ekki vel skemtilegt mér sló niður af flensunni, Ásdís er með hita og hálsbólgu og Anna er búin að bæta streptókokkum við flensuna og eyrnabólguna.
Ég get sennilega kennt sjálfri mér um hverinig komið er fyrir mér. Ég ákvað það á fimmtudaginn að mér væri að batna og dreif mig út til að kaupa afmælisgjöf handa Ásdísi og hráefni í 12 ára afmælispartý. Eftir þessa ferð var mér nokkuð ljóst að ég væri nú ekki alveg búin að ná fyrri styrk. Fór heim settist niður í klukkutíma og hófst svo handa við að grafa heimilið upp úr draslinu sem safnast hafði upp var að því fram eftir kvöldi. Á föstudagsmorguni hélt ég svo áfram að skreyta og skafa burtu skít svo stúlkurnar 10 myndu ekki hverfa að eilífu í draslinu. Haldin var þessi líka ljómandi afmælisveisla sem varð að singstarpartýi sem vakti það mikla lukku að klukkan fimm þegar afmælið var formlega búið tilkynntu stelpurnar að þær langaði ekki heim strax. Ég ætla að leyfa mér að giska á að það sé vel heppnað partý. Ég settist svo niður og horfði á Idolið og ætlaði svo að fara að sofa þar sem mín beið það skemtilega verkefni að vera mætt með Árna á Handboltamót inn í Kópavog kl. 8:20 stundvíslega. En vesalings Anna var eithvað svo ómöguleg um nóttina að ég náði nú ekki nema klukkutíma eða einum og hálfum í svefn og hann fór í martröð uppu úr nýju auglýsingunum frá Umferðarstofu : s Ég spratt nú samt á fætur kl. 7 dreif mig út með hamar og meitil að losa bílinn úr klakabrynjunni sem yfir honum lá. Hann var ekki orðin þiðinn kl. 8 þegar við lögðum af stað hurðin bílstjóra meginn neitaði alfarið að lokast og þurfit ég að halda við hana alla leið inn í kópavog. Árni mætti galvaskur fyrstur í sínu liði ........tóku þið efitr þessu .........við vorum fyrst !!!!! Ekki síðust og seinust eins og þessi fjölskylda hefur nú stundum verið þekkt fyrir nei FYRST. Stuttu á eftir okkur mættu svo Una og Friðrik með Grétar Áka sem keppir með HK svo þetta voru heljar skemtilegir endurfundir hjá drengjunum. Árni fékk úthlutað búningi frá stjörnunni og hann var heppinn hvað hann er grannur því búningarnir vour nú ekki upp á sitt stærsta né víðasta. Flest liðin þarna voru í svo stórum búningum að bolirnir minntu meira á tjöld en boli og fótleggirnir urðu að algerum spóaleggjum niður undan bolnum og hólkvíðum stuttbuxunum. En ekki Stjarnan búningurinn passaði akkúrat á Árna en á nokkrum hinna drengjanna var hann alveg á mörkunum að sleppa full þröngur á suma og ansi stuttur á aðra. Árni er greinilega heppinn hann er í staðlaðri 8 ára stærð. Þetta var nú hin mesta skemtun hópurinn hanns Árni lék fjóra leiki frá kl. 8 - 12 og þó þeir hafi nú ekki unnið neinn þeirra gerði það ekkert til þvi það var mjög gaman hjá þeim. Mér fannst líka frábært að fylgjast með þjálfaranum sem hafði nú meira en nóg að gera. Sumir héldu að þeir væru í sínum einka bolta og neituðu alveg að gefa boltan á aðra, aðrir skildu engan vegin að þeir áttu að halda sig á þeim stað sem þeim var úthlutað og stundum var stórt gat í vörninni miðjunni því liðið var allt komið út í annað hornið osvf. En þar sem handboltareglurnar eru nú ekki teknar of hátíðlega og það er greinilegt að þessi mót eru haldin til að hafa gaman af þeim þá var þetta allt leyst í friði og spekt. Það sem mér fannst stór plús við þjálfarann að hann fann eithvað til að hrósa öllum strákunum fyrir (hverjum og einum)í hverjum leik. Í síðasta leiknum þeirra gerðist svo hið ótrúlega allt það sem þjálfarinn var búin að vera að garga frá hliðarlínunni allan morguninn skilaði sér í seinni hálfleiknum og þeir fóru að spila saman og náðu sér úr bullandi tapi, þeir voru 5 mörkum undir, í að klára með jafntefli.
Ég uppgötvaði það á heimleiðinin að ég væri ekki alveg upp á mitt besta kinnholurnar voru farnar að kvarta. Ég ákvað nú samt að sjá til og fara heim og leggja mig og athuga hvort mér myndi ekki bara batna af því. Eftir fjögurra tíma svefn var hitinn kominn upp fyrir 38 gráðurnar og orðið sárt að ganga vegna verkja í kinnholunum. Ég dreif mig því upp á læknavakt og er komin með penicilín og nefúða til að berjast við óþverrann.
Seinni partinn á sunnudag gáfumst við svo upp á að koma mixtúrunni ofan í Önnu, henni var ekkert að batna pestinn hitinn enn þá hár og hún ósköp lufsuleg sofnandi á hinum skrítnustu stöðum svo sem stiganum upp í stofu og stofugólfinu. Slagsmálin um mixtúruna enduðu bara með því að hún gubbaði henni upp aftur. Guðni dreif sig því með hana á læknis og fékk handa henni töflur. Læknirinn kíkti á hana og sá að streptókokka hálsbólga hafði bæst í safnið hjá henni. Hún fékk því viðeigandi meðal við því og recept upp á backup plan ef töflurnar klikka. Ég verð að játa að það urðu mér talsverð vonbrigði hvað urðu mikil slagsmál að koma töflunum í barnið því líkt og annað eins. Hún er ekki hrifin af lyfjum litla sílið. En taflan fór niður og er þar enn en ég þarf að fara að hefja ný slagsmál............ Úff tvisvar á dag í viku ARGH...............

Engin ummæli: