miðvikudagur, febrúar 02, 2005

It´s a hard life ....

This is a tricky situation
I’ve only got myself to blame
It’s just a simple fact of life
It can happen to anyone

You win - you lose
It’s a chance you have to take..................

Já pestin lætur ekki að sér hæða Anna er komin með sýkingu í augun þegar hún vaknaði í morgun voru augnlokin límd aftur. Hún var að vísu ekki mikið að kvarta nuddaði augun og tilkynnti mér að það væri sandur í augunum. Árni Eyþór mokaði sandi í augun á mér í leikskólanum tilkynnti hún mér alvarlega á svip. Ég held nú samt að Árni greyið sé nú alveg blásaklaus af sýkingunni held að þetta sé nú meira svona kvefbakteríur sem hafa nuddast upp í augun. Þegar líða tók á daginn fór mín svo að toga í eyrað og kvarta undan að hún meiddi sig í eyranu svo það er greinilega komin eyrnabólga af stað líka. Þetta passar fínt Ásdís er líka búin að vera að kvarta undan eyranu svo nú er ljóst að kl. 17 verð ég með stelpu skottin mín 2 á læknavaktinni að leita lausnar á bólgnum eyrum og augum. Þegar því er lokið þarf ég að finna stað sem ég get keypt mat og lyf í einu svo það sé til ætur biti í húsinu annars þurfum við að fara að borða húsgögnin á heimilinu. Reyndar er bílskúrinn fullur af húsgögnum og drasli sem við erum ekkert að nota kanski er bara málið að borða draslið og losna þannig við það.

Engin ummæli: