laugardagur, október 14, 2006

Jamm og Já


Flora
Originally uploaded by Kitty_B.
Það átti að segja mér eithvað þegar Anna var vöknuð kl. 6:11 í morgun. Allt virtist svo sem í lagi og ég hallaði mér aftur meðan Anna horfði á barnaefni undir traustri handleiðslu afa síns. Mín börn vakna ekki af sjálfsdáðum svona snemma nema eithvað sé að. Anna sofnaði að vísu aftur um 11 leytið og svaf til hálf tvö en þá var líka ljóst að eithvað var að. Hún var eldrauð í framan, glaseygð og lítil í sér. Hitamælirinn sagði 39,3 svo ég var ekki á leið í vinnu :( Eftir hitalækkandi og smá Pepsi fór hitinn niður í 38,0 og nú liggur mín upp í stofu og horfir á Gullbrá og birnina þrjá.
Ég sem var nú eiginlega búin að hlakka til að komast út úr húsi og á meðal fólks. Deginum í gær var nefnilega að mestu eytt í þrif og þvotta. Ég keypti nýjar gardínur í eldhúsið og nýjan dúk á borðið en hinn nýji dúkurinn var endanlega ónýtur eftir að hafa orðið aftur fyrir heitri steikarpönnu *stuna* Nú dugði ekki að snúa honum og láta bráðna og götótta partinn liggja uppfyrir og að vegg. Í dugnaðarkasti hengdi ég líka upp Glansa stjörnuseríuna í stofugluggann og held að hún komi bara assskolli vel út. Ég veit að tæknilega séð er þetta jólasería (þessvegna hef ég ekki alveg getað kveikt á henni strax) en mér finnst þetta nú bara flott skamdegis gluggaskraut og segi nú bara eins og Guðlaug Jóla hvað ?? ;) Stjörnurnar eru nú líka bara ansi flottar þó það sé slökkt á ljósunum.
Önnu greyinu ofbauð alveg tilstandsleysið í gær skildi ekkert í því að það væru engar afmælisgjafir, engin kaka og engir gestir heldur. Ég endaði því á að panta pitsu og leigði DVD og ég og börnin kúrðum okkur yfir þessu fram undir háttatíma hjá börnunum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mús góðann bata!!!