Held að það sé nú bara eithvað að hjá mér þessa dagana. Heimilið hefur haldist ofanjarðar síðustu vikur og þar af leiðandi riggaði ég upp bekkjarafmælinu fyrir Árna á föstudag kl. 16 því var svo lokið kl.18 en síðustu gestirnir fóru nú ekki fyrr en um hálf átta. Þá reif ég ryksugunua upp og þreif eftir atganginn enda sá nú dáldið á húsnæðinu eftir 13 fjöruga 10 ára stráka. Þegar tiltektinni var lokið og húsið orðið hreint og fínt aftur þá skipti ég um í þvottavélinni og setti leikskóla fötin hennar Önnu í vélina og tók þau aftur út einum og hálfum tíma síðar. Þá var klukkan rétt um kl. 22 þetta er sko nýtt met á þessu heimili að leikskólafatnaðurinn sé tilbúinn til notkunar á laugardagsmorgni. Yfileitt er hann þvegin á sunnudegi og svo biður maður alla góða vætti um að flýta því að dótið þorni yfir nótt sem gerist nú sjaldnast þegar þvegnar eru vatteraðar úlpur....
laugardagur, október 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Má bjóða þér heim til mín? Plís, plísssss
he he ;)
Skrifa ummæli