mánudagur, október 16, 2006

Laser..


IKEA flugeldar
Originally uploaded by Kitty_B.
Þá er ég búin í fyrstu laser meðferðinni hjá honum Bolla húðsjúkdómalækni. Það er alveg ótrúlega gaman að fara til hans því hann er svona léttur og skemtilegur karakter. Hann byrjaði á því að taka einskonar "mugshot" af mér. Það fór þannig fram að hann skrifaði kennitöluna mína á límmiða sem var svo límdur á hökuna á mér síðan var smellt af svo var miðinn færður neðarlega á kinnarnar á mér báðu megin og þær myndaðar. Þetta er víst til að eiga sönnun fyrir TR að ég hafi virkilega þurft á þessu að halda. Því næst lagðist ég á bekkinn og fékk forláta hlífar yfir augun sem halda öllu ljósi úti en það dugar samt ekki því geislinn er svo sterkur að þrátt fyrir hlífarnar og að maður sé með harðlokuð augun þá sér maður samt þvílíkan blossa. Þetta er í sjálfu sér ekki svo rosalega vont bara rétt eins og maður sé stunginn með títuprjón á þau svæði sem skotið er á. Hann tók nánast allt andlitið á mér í gegn enni, kinnar, nef og höku. Mekrilegt var samt að það var verst að láta skjóta á hökuna hún er margfalt viðkvæmari en öll hin svæðin. Þetta var nú samt ekki verra en svo að ég hef farið í strípur sem voru verri en þetta..þ.e.s. þegar verið var að plokka hárið upp úr hettunni með heklunál. Ég er að með smá brunatilfinningu í hægri kinnini en það getur vel verið að það sé bara rósroðinn þetta er svoleiðis sólbruna tilfinning eins og fylgir honum ef þetta er út af lasernum þá er þetta samt ekkert verra en venjulegt r.r.kast. Mér var svo uppálagt að ef það sæist til sólar þegar ég færi út í bíl þá ætti ég að fá mér sterkustu sólarvörn sem fengist í apótekinu niðri áður en ég færi út því húðin verður víst svo viðkvæm að maður getur brunnið í gegnum bílrúðu. Auðvitað var sólskin svo ég trítla mig niður í apótek. Ég ætlaði nú aldrei að finna sólarvörnina og mátti fá aðstoð við það.. enda komin október og sólarvörn er víst ekki ofarlega á innkaupalista Íslendinga. Ég fann þó síðasta brúsann af sólarvörn nr. 30 og skrölti niður í bílageymslu inn í bíl og makaði á mig sólarvörninni áður en ég hætti mér út í dagsbirtuna. Mér fannst þetta nú óborganlega kjánalegt enda skítakuldi og ekkert sólarvarnarlegt veður en allur ver varinn góður. Nú hegða ég mér bara eins og vampíra það sem eftir er dags og held mig inni þar til sólin sest :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé þig í anda í myrkri, köldum bílakjallara að bera á þig sólarvörn, og það nr. 30! :-)

Nafnlaus sagði...

He he nákvæmlega ....þokkalega fáránlegt :s

Dyrleif sagði...

..... afhverju ertu í leaser? (skil ekki ......hvað er rósarroði? )

Nafnlaus sagði...

Rósroði er agalega skemtilegur húðsjúkdómur sem veldur því að maður fær köst þar sem manni líður eins og maður hafi sólbrunnið illa, verður eldrauður í framan. Þessu fylgir svo háræðaslit í andlitinu og bólur (ekki graftrarbólur bar rauðar leiðinda bólur). Helsta meðferðin við þessu er að drepa háræðarnar með laser aðgerð þá minkar roðin og háræðaslitið hverfur.

Hér er ágætis grein um þetta fyrirbæri:

http://www.cutis.is/fsp_rosacea.htm